föstudagur, október 22, 2004


Olíumálverk eftir mig
Enn önnur helgi

Þrátt fyrir að í gær var mánudagur þá er kominn föstudagur. Svona er lífið í Danmörku. Svolítið erfitt að venjast þessu, ég er farinn að sakna hinna daganna svolítið, en þetta hefur nú líka sína kosti. Það er svo rosalega oft helgi. Að sjálfsögðu eru plönuð partý hér og þar, en stærsta partýið verður hérna í íbúðinni okkar á Knud Hansensvej alla helgina! Það verður horft á bíómyndir og þætti og spilað og borðaður góður matur og nammi og ís! Sem sagt ekkert fyllerí enda er maður búinn að fá sinn skammt af því undanfarnar helgar með helgarferð til Köben og þegar strákarnir komu í heimsókn og svona. Við erum að spá í að bjóða öllum þeim með okkur sem nenna ekki að hafa áfengi um hönd þessa helgina með okkur, halda jafnvel matarboð á morgun ef það verður stemmning fyrir því. :) Þetta verður vonandi gaman og endurtekið reglulega því við erum svoddan reglumanneskjur. Vonandi verður helgin góð hjá ykkur! Kveðja frá Kolding,
Magnús.
blog comments powered by Disqus