Captain Half-Tooth
Það er naumast að lukkan eltir mann á röndum í tannamálum. Ég er búinn að vera að berjast við brotna framtönn í sex ár eða eitthvað, amk mjög lengi, og hún vann nýjasta bardagann með miklum yfirburðum. Hún tók uppá því að brotna meira en hún hefur nokkurntíman áður brotnað og fólk lítur undan þegar það sér mig svo það þurfi ekki að horfa á ósköpin. Málið er að brotið var alltaf svo lítið að fyllingin sem tannlæknirinn kom fyrir náði svo lítilli festu að hún brotnaði alltaf af strax aftur. En þetta var aldrei það rosalega greinilegt að mér var nokkuð sama. En núna er þetta sko sjáanlegt í tólf kílómetra fjarlægð (við gerðum próf á því í gær).
Það er því ekkert annað að gera en að heimsækja tannlækni og eyða öllum peningunum sem ég á ekki í það. Yndislegt alveg hreint. Maður getur svosem ekki kvartað. Ég er mjög ligeglad með þetta mál þótt það sé alltaf gaman að röfla aðeins á blogginu sínu. Á meðan maður er ekki að glíma við stærri vandamál en þetta þá má maður vera þakklátur. Það finnst mér vera hugsunarháttur sem allir ættu að tileinka sér. Sumir gera varla annað en að kvarta yfir því sem er að og eyða engum tíma í að vera ánægðir með það sem þeir hafa. Þetta hljómar kannski hallærislegt en þetta er samt svo mikilvægt. Always look on the bright side of life. Flauti flauti flaut.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum