mánudagur, febrúar 28, 2005

Smá skilaboð

Ég vakti í alla síðstu nótt til að sjá Óskarsverðlaunin í beinni. Þetta var fínasta hátíð, Chris Rock var fyndinn og Million Dollar Baby vann allt. Sem er skemmtileg tilvilijun því það er eina myndin sem var tilnefnd sem besta mynd sem ég á eftir að sjá! En ég er löngu búinn að dánlóda henni og mun bæta úr þessu áhorfsleysi fljótlega.

Ég er búinn að vera að berjast við eitthvað leiðinda kvef undanfarið og hósta daginn út og inn. Nenni ekki til læknis því það kostar peninga og þeir skilja ekki íslensku. Vonandi lifi ég af veturinn. Sem ætti ekki að vera mikið lengri því samkvæmt minni spá þá mun vora á föstudaginn! Allur snjórinn verður farinn og það tekur að hlýna gríðarlega og fólk mun kenna gróðurhúsaáhrifunum um. En þetta er allt samkvæmt planinu mínu.

Ég bætti við fídus á síðuna mína í dag. Ef þú kíkir í dálkinn hér ofarlega til hægri þá sérðu link sem heitir Senda mér SMS. Það er nú alls ekki augljóst hvað þessi linkur gerir en ég get svosem sagt þér það. Hann leiðir þig inná síðu þar sem þú getur sent frítt SMS til Danmerkur. Númerið mitt kemur sjálfkrafa í númera reitinn þannig að þú skrifar bara til mín Besked og sendir! Það er svo sjaldgæfur atburður að ég fái SMS að ég verð að grípa til ráðstafana. Ekki gleyma að skrifa undir skeytið. :)
Maggi.
blog comments powered by Disqus