Það skal enginn segja að lífið hér í Kolding sé ekki viðburðaríkt! Í kvöld hefst samstarf tveggja ungra stúlkna á fleygiferð inní frægðina. Þær verða plötusnúðar á Pitstop sem er skemmtistaður niðrí bæ sem er mjög vinsæll meðal skólafélaga okkar og hann er iðulega fullur af fólki. Þær munu þeyta skífum í alla nótt og halda uppi gríðarlegri stemmningu og verða eflaust heimsfrægar á einni nóttu! Þið munið vonandi eftir mér stelpur þegar þið eruð farnar að ferðast um heiminn og troða upp á íþróttaleikvöngum og útihátíðum.
Í dag hófst helgi sem er í lengri kantinum. Við eigum ekki að mæta aftur í skólann fyrr en á fimmtudaginn og meira að segja þá förum við ekki uppí skóla heldur í IBA sem er viðskiptaskóli hér í bæ. Þar munum við vinna tveggja daga verkefni með nemendum úr þeim skóla og eru peningaverðlaun fyrir besta verkefnið sem skilað er inn. Það verður unnið í fimm manna hópum ef ég man rétt og verðlaunin eru 1000 kr. danskar sem er svosem ákaflega lítill peningur. Það er þó alltaf skemmtilegra að hafa eitthvað til þess að vinna og auðvitað er stefna mín að leiða hópinn minn til sigurs! Vonandi verður helgin þín viðburðarík og skemmtileg, eða þú kýst það heldur þá vona ég að hún verði mjög viðburðalítil og þú fáir að liggja í leti fram á mánudag.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum