Deginum í gær eyddi ég í að búa til nýtt útlit á síðuna mína blessaða í stað þess að vera að gera heimasíðu fyrir Matsushita eins og ég hefði kannski átt að gera. En það er ekki sama heimasíðugerð og heimasíðugerð... eða hvað? Kannski bara málið að annað þarf ég að gera en hitt langaði mig bara að gera. Og auðvitað gerir maður það sem mann langar frekar en það sem maður þarf! Meira að segja þótt það sé nokkurn vegin sami hluturinn. En ég er amk sáttur við afrakstur dagsins. Hvað finnst þér um þessa breytingu? Prófaðu að smella á Refresh.
Í dag fengum við mjög skemmtilegan fyrirlesara í skólann til okkar frá Copenhagen Insitute of Design eða eitthvað álíka. Hann er amk rosalega klár kall og veit all um hönnun á heimasíðum. Hann kenndi okkur alveg helling og sendi okkur svo til að gera verkefni. Verkefnið fólst í því að við fengum einn klukkutíma í að endurhanna einhverja heimasíðu á netinu. Hann var mjög ánægður með mig og Lárelvu sem vorum saman í hóp og sagði að við gætum jafnvel bara selt hugmyndina okkar! Við endurhönnuðum síðu einhvers skartgripafyrirtækis sem er staðsett í Hong Kong. Við ætlum bara að taka hann á orðinu og senda fyrirtækinu breytingarnar okkar og spyrja hvort þeir vilji gefa okkur peninga fyrir að taka vefinn þeirra í andlitslyftingu. Það væri ekki slæmt! En ég er svona mátulega bjartsýnn á að þeir samþykki það. Ég yrði meira að segja ánægður ef við fengjum svar við póstinum okkar hvað þá meira.
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum