þriðjudagur, janúar 15, 2008

Loudness war

Hér til hliðar, í krækju-dálkinum mínum, setti ég tvær krækjur á síður sem fjalla um The Loudness War sem er í gangi í tónlistariðnaðinum. Það er ekkert nýtt að tónlistariðnaðurinn snýst um að búa til peninga, og þar sem framleiðendurnir hafa tekið eftir því að fólk er líklegra til að kaupa tónlist sem er með hátt loudness þá hefur hljóðblöndun fyrir geisladiska snúist um það í auknum mæli að framleiða háa tónlist.

Skalinn sem geisladiskar og annað stafrænt efni (t.d. DVD diskar) er hinsvegar ekki gerður til að vera nýttur í botn, heldur á að heyrast munur á hljóðum sem eru há og þeim sem eru lág. Tökum dæmi:


Bryan Adams - Cuts Like a Knife (1983)




Ricky Martin - Livinig La Vida Loca (1999)



Tónlist í líkingu við seinna dæmið er sorglega algeng og eyðileggur upplifunina. Fólk verður meira að segja þreytt og fær hausverk af því að hlusta á tónlist þar sem enginn munur er á hæstu og lægstu hljóðunum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju mörgum finnst LP plötur hljóma betur en geisladiskar. Ef þú hefur ekki skoðað það nú þegar, kíktu á þetta afbragðs dæmi frá YouTube um hvernig tónlistin breytist.

YouTube - The Loudness War

Eftir að ég komst á snoðir um þetta skildi ég loksins hvað vinur minn Bob Dylan átti við þegar hann sagði að það hefði ekki komið út plata í áratugi sem hljómaði vel. Vonandi fer tónlistariðnaðurinn að átta sig á þessu fljótlega og snýr þessari þróun við svo tónlist geti aftur farið að hljóma eins vel og hún getur.

Maggi.



Þessi stelpa er ekki sátt við tónlistariðnaðinn.
blog comments powered by Disqus