Nú er prófatörn hjá okkur Dönunum, tvö próf búin og eitt (og það stærsta) eftir. Stærðfræði og forritun gengu bara ágætlega hjá okkur báðum og nú er bara að massa þriðja prófið sem er eftir viku.
Fríið okkar er svo vel skipulagt. Eftir prófið eru tvær vikur þar til næsta önn hefst og til að byrja með fáum við Dagnýju vinkonu Óskar í heimsókn yfir helgina. Það verður eflaust þrusu-stuð hjá okkur, enda próflokadjamm og svona. Eftir að Dagný fer aftur heim kíkjum við Ósk svo til Austurríkis! Þar ætlum við að heimsækja Mandý og fjölskyldu, en hún er systir hennar Óskar. Um leið og við komum svo aftur heim til Köben þá hefst Bachelor-önnin okkar! Jább, við útskrifumst í vor með Bachelor gráðu! Alveg magnað.
Það þýðir samt ekkert að slá slöku við, því í haust ætlum við að halda áfram og fara í masterinn. Vorið 2010 verðum við semsagt með meistaragráðu í Medialogy! (ef allt fer að óskum)
Jæja, þýðir ekki að segja frá öllu, þá hefur maður ekkert að segja á morgun.
Maggi.