Þessir dagar fara í fátt annað en að undirbúa stóra prófið sem er á mánudaginn. Það fer þannig fram að hópurinn heldur kynningu í klukkutíma (í mesta lagi) og eftir það fara allir hópmeðlimir inn einn í einu og eru þá spurðir spurninga um verkefnið. Inni í prófinu eru tveir kennarar úr skólanum sem voru okkar umsjónarkennarar í vetur, og einn prófdómari sem að þessu sinni er kennari frá DTU. Það er pínu ógnvekjandi að þurfa að sitja fyrir framan þrjá kennara og svara spurningum um þessi fög sem maður hefur bara haft þessa einu önn til að læra. Það fer vonandi allt saman vel. :)
Hér er önnur teiknimynd sem við kynntumst í tíma á önninni, hún heitir Billy's balloon.
Maggi.