Það er rétt hjá Höllu, ég má ekki hætta að vera duglegur að blogga þótt vikan sé liðin! :)
Nú eru prófin búin! Loksins! Loksins! Síðasta prófið mitt var á mánudaginn og það gekk alveg glimrandi vel! Allur hópurinn minn fékk 10 í einkunn. Við voru farnir að efast um að einkuninn okkar yrði góð, því það var mjög margt ábótavant í skýrslunni sem við skiluðum inn. Á prófinu bentum við hinsvegar á alla hlutina sem hefðu mátt fara betur og hvernig við hefðum gert það og það gaf okkur helling af stigum. Í einstaklings hlutanum af próinu stóðum við okkur allir mjög vel líka og það náði að hækka einkunnina upp í tíu!
Prófið fer s.s. þannig fram að fyrst er klukkutíma kynning á verkefninu, og svo er hálftíma munnlegt einstaklingspróf á mann. Fyrir þá sem eru á Íslandi og kunna lítið á danska einkunnakerfið, þá er það nú ekki skrítið því það er fáránlegt. Á síðasta ári tóku þeir sig til og gerðu það ennþá fáránlegra! Í gamla skalanum voru mögulegar einkunnir:
00 03 5 6 7 8 9 10 11 13
Þessar tölur þýddu:
00 03 5 = fall.
6 7 8 9 10 11 = náð, ellefu "hæsta" einkunn.
13 = frábærlega æðislegt (mjög sjaldgæft).
Í nýja skalanum eru bara sjö skref:
-3 00 02 4 7 10 12
Þessar tölur þýða:
-3 00 = fall.
02 4 7 10 12 = náð, tólf er hæsta einkunn.
Já þeir eru ótrúlegir þessir Danir. Stökkin milli einkunna eru ekki einu sinni jöfn, stundum munar tveimur og stundum þremur. Núllin á undan sumum tölunum eru sett til að fólk geti ekki skrifað inná einkunnaspjaldið og til dæmis breytt tveimur í tólf. Að geta fengið mínustölu á prófi er líka alveg magnað! Þetta eru húmoristar.
Við vorum semsagt með 7 fyrir skýrsluna, en stóðum okkur svo vel í kynningunni og í prófinu að við náðum að klóra okkur upp í 10! :D
Óskar hópur fer í prófið í dag. Vonandi gengur þeim vel. Ég hef enga trú á öðru. :) Jæja, nú þarf ég að drífa mig í klippingu. Tveggja vikna fríið þar til næsta önn byrjar er vel nýtt. :)
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum