fimmtudagur, nóvember 04, 2004


Af mbl.is
18 hours later

Það er eitt umræðuefni í Kolding í dag. Enda er það skiljanlegt þegar flueldaverksmiðja í íbúðahverfi í bænum ákveður að springa í loft upp. Það er enn verið að reyna að slökkva eldana og vonandi tekst það í dag. Þeir eru samt viðbúnir því að tveir aðrir risa gámar springi, og það gæti alveg eins gerst núna á hverri stundu.

Fjölmiðlar hér í Danmörku fjalla auðvitað um málið í öllum fréttatímum og á forsíðum blaðanna, og heima á Íslandi er víst farið að fjalla eitthvað um þetta líka þrátt fyrir að ótrúlega mikið sé í fréttunum þessa dagana. Mbl.is er með grein núna á forsíðunni hjá sér og er sú grein hérna. Sjónvarpsstöðvarnar hafa verið að sýna fullt af myndum af flugeldunum og eitthvað af klippum sem náðust af stóru sprengingunni. En á heimasíðunni hans Óla sem er á öðru ári í NoMA er vídjó af stóru sprengingunni sem hann náði útum eldhúsglunnann hjá sér og það er lang flottasta vídjó sem ég hef séð af stóru sprengingunni! Miklu flottara en það sem allar sjónvarpsstöðvarnar eru að sýna! Kíkið endilega á það. Heimasíðan hans er www.nakke.com og vídjóið er hérna.

Skrifa meira seinnna! það er verið að fara að rýma allt og sprengja gámana!!! AAAARRRGGH!!!! í alvöru! fokk.... bless í bili!.
MSJ

*** bætt við hálftíma seinna ***


False alarm...

Það var ekkert sprengt núna áðan. Við fengum samt hringingu frá Heklu sem var uppí skóla og þar voru allir reknir út því það átti að sprengja tvo gáma sem enn standa þarna nálægt eldinum. Við hlupum út til þess að sjá sprenginguna og taka myndir en um leið og við komum á staðinn fengum við aðra hringingu um að það hefði verði hætt við að sprengja, eða amk í bili. Þannig að við lékum okkur bara og tókum upp vídjó af hermönnunum og okkur sjálfum og ég náði þessari skemmtilegu mynd af tveimur hermönnum. Algjör tilviljun en fullkomin uppsetning! :D Vonandi fáum við fregnir af því þegar verður sprengt í dag þannig að við getum tekið myndir. En ég minni aftur á vídjóið hans Óla. Það er á QuickTime formati (.mov) þannig að þið þurfið slíkan spilara til að spila það. Alveg magnað. Ég læt vita þegar eitthvað fleira djúsí gerist. Kveðja,
Magnús.
blog comments powered by Disqus