miðvikudagur, nóvember 03, 2004


Ótrúleg sjón!
Neyðarástand í Kolding!

Það eru nú aldeilis tíðindi frá Kolding á þessum miðvikudegi! Klukkan tvö í dag kveiknaði í flugeldaverksmiðju sem er hérna í Kolding, u.þ.b. 2 km. frá heimili okkar. Við létum nú vera að fara nær til að skoða en heyrðum læti þegar við fórum út. Klukkan kortér í sex þegar við vorum að horfa á sjónvarpið heyrðum við líka þessa rosalegu sprengingu. Við héldum að allar rúðurnar í blokkinni myndu springa! Við urðum auðvitað skelfingu lostin, hlupum út til að reyna að sjá eitthvað og um leið og við komum út heyrðum við aðra rosalega sprengingu! Við sáum hana nú samt ekki því blokkin skyggði á útsýnið. Ég, Rebekka og Elva tókum myndavélarnar okkar og fórum hjólatúr til þess að athuga gang mála. Við enduðum uppá hæð þar sem var ágætt útsýni og stóðum þar og göptum útaf þessari mögnuðu sjón. Verksmiðjan var þá búin að vera í ljósum logum í rúma fjóra klukkutíma og ennþá skutust flugeldar í allar áttir!

Slökkvuliðið ræður enn ekki við neitt og má alveg búast því að þetta verði löng barátta. Það er auðvitað rosalega erfitt að komast að þessu því það er svo mikið af sprengiefnum í geymslu þarna. Einn slökkvuliðsmaður er látinn og fréttir segja að sex til fimmtán aðrir séu slasaðir. Það logar núna í 15-20 húsum í kringum verksmiðjuna þegar þetta er skrifað. Vonandi ná þeir að bjarga restinni af hverfinu. Það er ágætis veður, lítill vindur, þannig að það ætti ekki að dreifast vegna hans í það minnsta. En þegar flugeldarnir skjótast í allar áttir er auðvitað erfitt að bjarga nálægum húsum.

Hérna erum komnar inn þær myndir sem ég náði af flugeldaverksmiðjunni. Ég er líka búinn að setja inn vídjó (á íslenskum server):
Vídjó 1: Tekið frá blokkinni þar sem við búum (2.4 MB).
Vídjó 2: Kominn nær og tala um hvað gerðist (4.7 MB).
Vídjó 3: Annað sjónarhorn (1.4 MB)
Vídjó 4: Sama sjónarhorn, nærmynd (2.8 MB)

Kveðja frá Kolding í uppnámi,
Magnús.
blog comments powered by Disqus