mánudagur, nóvember 01, 2004


Leaf
Vegna fjölda áskorana...

...hef ég skipt aftur um bakgrunn. Skil ekki þessa fóbíu í fólki með ljóta bakgrunna. Stundum verður maður bara leiður á öllum formlegheitum og þarf eitthvað sem er ljótt og sker í augun svo maður kunni betur að meta seinna það sem fallegt er. Ef allt væri fallegt væri ekkert fallegt í raun. Eða hvað?

Ég er byrjaður á nýrri smásögu. Það er komin í gang smásagnakeppni á rithringnum og maður getur valið að skrifa eina málsgrein dag í sögunni. Þannig geta allir fylgst með framgangi sögunnar í heilan mánuð. Þetta þykir mér skemmtilegt og eru komnar nokkrar skemmtilegar sögur í gang. Sögurnar eiga að vera grínsögur. Ef þið viljið skrifa (eða bara lesa) þá mæli ég með því að þið kíkið í heimsókn á rithringinn.

Við erum komin af stað með nýja verkefnið okkar fyrir skólann. Það tókst að komast að niðurstöðu á sunnudaginn um hvaða fyrirtæki við ætlum að taka fyrir. Við eigum að velja okkur eitthvað fyrirtæki og gera síðu fyrir það án þess að hafa samband við fyrirtækið og auðvitað eigum við að skrifa svaka skýrslu um lausnina okkar og hvernig við unnum að henni. Ég skrifa seinna hér á síðuna hvaða fyrirtæki við völdum. :) En það er nóg að gera! Adios amigos!
Maggi.
blog comments powered by Disqus