mánudagur, nóvember 08, 2004


Föngulegur hópur
Ammmmmmmmæli

Það var virkilega skemmtilegt á föstudaginn í afmælisveislunni hjá Rebekku og Caroline. Hún var haldin í stórum flottum sal og var mjög mikið af fólki, tæplega hundrað manns. Við fengum rosalega gott að borða og svo var bara setið og spjallað og drukkið fram eftir kvöldi. Það kom samt einhver kona og kenndi okkur kúrekadans og maður var nú alls ekki svo ryðgaður síðan við lærðum þetta í danstímum í FS. :) Svo kíktum við nokkur saman niður í bæ og fórum á Crazy Daisy í Randers, sem er miklu mun betri staður en Crazy Daisy hérna í Kolding. Hef ekki prófað staðinn í Köben. :) Þetta er semsagt skemmtistaða keðja hér um alla Danmörk. Eftir það fórum við svo uppí sveit og sváfum þar og fórum í smá göngutúr og fengum okkur að borða áður en við tókum lestina aftur til Kolding. Ég set inn myndir fljótlega af ferðinni.

Í gærkvöldi kíktum við svo í heimsókn til vina okkar og fórum niður í bæ eftir það og það var mjööög fróðlegt og skemmtilegt kvöld. Margar frábærar sögur til af því kvöldi og tekur því ekki að byrja á að segja frá því öllu. Ég sleppi því bara alveg.

Við vorum að horfa á fyrsta þáttinn í nýrri seríu af 'The O.C.' og hann var bara mjög fínn! Gúffuðum líka í okkur kalkún og kartöflum með svaka sósu og við borðuðum öll svo mikið að við gátum ekki fengið okkur eftirréttinn sem varð eftir síðast (borðuðum líka of mikið þá). Við erum miklir sælkerar en líka mikil svín.

Kannski ágætt að minnast á það að þegar ég segi 'við' í færslunum þá á ég oftar en ekki við hópinn okkar úr skólanum því við erum mjög mikið saman þessa dagana. Það er semsagt ekki bara við sem leigjum saman heldur ég, Lára, Elva, Gústi og Rebekka sem erum eins og fimmburar. Enda fólk komið með vænan skammt af einkennum hinna í hópnum. :) Vonum að við endum ekki á því að verða öll sama manneskjan.
Maggi.
blog comments powered by Disqus