miðvikudagur, nóvember 17, 2004

D & D

Hjálmar eru einkar skemmtileg og hressandi hljómsveit. Mæli með plötunni þeirra sem heitir 'Hljóðlega af stað'. Íslenskt reggí! Hverjum hefði dottið í huga það gæti verið skemmtilegt? Jú, liðsmönnum Hjálma greinilega.

Ég er eitthvað latur þessa dagana. Fór að vísu á Knuds Garage í gær sem er vinsælasti pöbbinn í Kolding hjá nemendum NoMA. Ég fór þó ekki til að sötra bjór heldur til að taka þátt í Pub-Quiz sem er spurningakeppni sem er haldin þar á hverju þriðjudagskvöldi. Það er virkilega skemmtilegt og virkar þannig að fólk hópar sér saman í lið og svo eru lesnar upp 32 spurningar sem og liðin skrifa niður svörin sín á blað. Stjórnandinn er stórskemmtilegur Íri og maður getur bókað það að ef Írland er valmöguleiki við einhverri af spurningunum þá er það rétta svarið. Ég, Birna og Kolla vorum saman í liði eins og síðast þegar við mættum á Pub-Quiz en það gekk nú ekki alveg jafn vel og síðast. Þá lentum við í öðru sæti og flengdum strákana á öðru ári sem við vorum að keppast við, en þeir fengu skammarverðlaunin það kvöldið. Það var hinsvegar komið að okkur að hljóta skammarverðlaunin í gærkvöldi, en við lentum í neðsta sæti ásamt einu öðru liði. Sem betur fer voru strákarnir ekki mættir í gær enda hefði okkur eflaust verið nuddað uppúr tapinu ansi lengi.
Maggi.
blog comments powered by Disqus