föstudagur, mars 04, 2005

Einn, tveir og elda!

Gærdagurinn var heldur betur viðburðaríkur. Ég ætla að renna fljótt í gegnum það sem ég gerði: Vaknaði og fór í skólann sem kláraðist á hádegi, fór niðrí bæ með Rebekku og við borguðum reikninga, fór heim og eldaði Bixie-mad og spældi egg handa mér og Gústa, fór í sturtu og hjólaði niður í bæ þar sem ég fór í verkefnavinnu með strákunum og við undum algjörlega kvæði okkar í kross og ákváðum að gera allt annað en það sem upphaflega var talað um, þaut þaðan rétt fyrir sjö og fór með Munkegade-genginu og Ísaki á Jensens Bøfhus og fékk mér steik, fór svo með krökkunum yfir á Munkegade tar sem við sátum og spjölluðum restina af kvöldinu og svo hjólaði ég heim. Góður dagur.

Í dag eftir skóla fór ég svo með í þvottavéla-verslunarleiðangur. Engin þvottavél var keypt fyrir Munkegade en hins vegar fann ég svolítið yndislegt í búið fyrir Knud-Hansensvej. Ég keypti mér grill! Ég er búinn að röfla um að ég verði að fá mér samlokugrill síðan við fluttum út en aldrei látið verða af því. Svo sá ég þetta yndi í ElGiganten og bara varð að kaupa það! Þetta er eins og George-Forman grill á sterum (ekki sú tegund heldur Hitachi) og kostaði ekki nema 299 kr. danskar! Geri aðrir betur! Ég vígði þessa elsku áðan með því að grilla mér kjúklingaborgara og ég get sko lofað ykkur því að ég mun nota það mikið og eflaust löngu eftir að ég er fluttur frá Danmörku.

Í kvöld er innflutnings/afmælis/þema-partý hjá Camillu, Tiinu og Bodil, finnskum vinkonum okkar úr skólanum. Þær voru að flytja úr stúdíó-íbúðunum sínum og saman í eina stóra, og Tiina verður 21 árs á morgun. Þemað er Hip-Hop og ég ætla að vera skuggalega flottur! Segi ekkert meira um það hérna núna, en þið fáið að sjá myndir af því fljótlega! Svo á morgun er annað afmæli, en þá er það Heimir sem verður þrítugur og ætlar að halda uppá það með pompi og prakt á Republican sem er pöbb hér niðrí bæ. Þetta verður eflaust frábær helgi! :D
Maggi.
blog comments powered by Disqus