miðvikudagur, mars 09, 2005

It's picture-time! :D

Þá eru myndirnar mættar og ég ákvað að gera smá tilraun með framsetninguna á þeim og sjá hvernig það leggst í mannskapinn. Ég fékk smá Flash dót uppí hendurnar sem ég fiktaði svolítið í til að nota hérna á síðunni. Þannig að uppsetningin er svolítið öðruvísi en vanalega.

Þetta eru myndir af ýmsum hlutum. Fyrsti hlutinn byrjar á nokkrum myndum síðan ég fór til Køben þegar Torgeirz og Jobu Kretz voru í heimsókn, svo koma myndir af stóru myndunum sem við erum búin að setja uppá vegg inní stofu, myndir af grillinu mínu nýja (sem var að sjálfsögðu myndað í bak og fyrir), myndir frá Ågade og Munkegade og fleira. Vá, hvað sagði ég myndir oft í þessari setningu. Það tók svolítið langan tíma að setja þetta allt uppí Flash þannig að ég nenni varla að gera mikið af þessu, en hver veit.

Svo eru myndir úr Hip-Hop partýinu í tveimur hlutum. Fyrst þegar við vorum að taka okkur til og stelpurnar voru að búa til rappara úr mér, og svo þegar við vorum að koma okkur út og nokkrar myndir úr partýinu sjálfu. Nóg af myndum af mér í þessari syrpu aldrei þessu vant því ég var í svaka múnderingu í tilefni þemans sem var þetta kvöld. Myndirnar segja meira en mörg orð.

Fljótlega set ég svo myndir sem ég tók í dag þegar við heimsóttum Koldinghus sem er kastalinn hér í bænum. Við hlustuðum á fyrirlestra um húsið og um kynningarstarfsemina sem fer fram hjá þeim fyrir safnið sem er í kastalanum. Það var ágætt að prófa eitthvað nýtt, fara á fyrirlestra í kastala frekar en í glerhúsinu (skólanum okkar). Nóg að gera þessa dagana og gaman að vera til, ekki síst vegna þess að vorið er að koma í Danmörku! Snjórinn er að fara og flugur komnar á stjá. Vonandi verður vorið og sumarið gott því Danir hafa nú ekki verið heppnir með veðrið undanfarið ár.
Maggi.
blog comments powered by Disqus