Fyrst ég er nú byrjaður að hjálpa fólki með bloggin sín þá get ég nú varla látið hér við sitja! Ein mesta plága sem til er á netinu er ruslpóstur. Ruslpóstur er alveg óþolandi eins og allir vita og með því að setja link sem heitir "Sendið mér póst" á vefsíðuna sína er maður að sýna öllum heiminum póstfangið sitt. Það eru til óteljandi leitarvélar sem skanna kóða á heimasíðum bara til að finna póstföng svo óprúttin fyrirtæki geti sent póst til sem flestra. Þannig að auðvitað viljum við ekki setja tölvupóstfangið okkar beint á síðuna okkar! Það er til einföld lausn á þessum vanda. Í staðinn fyrir @ merkið í póstfanginu okkar þá setjum við @ sem er html kóðinn fyrir @ merkið. Flestar leitarvélarnar sem lesa kóðann sjá því ekkert @ merki og halda því að ekkert póstfang sé á síðunni. Passið ykkur á því að setja @ í staðinn fyrir öll @ merkin í kóðanum. Til dæmis:
<a href="mailto:maggisv@gmail.com>Sendið póst á maggisv@gmail.com</a>
Þessi lausn er þó ekki fullkomin því sumar leitarvélarnar kunna þetta bragð og setja @ merkið sjálfkrafa í staðinn fyrir þennan kóða. Ef þú vilt enn betri lausn á þessum vanda þá geturu fundið hana hér (býr sjálfkrafa til JavaScript fyrir þig) og svo eru enn fleiri lausnir hér. Maður þarf auðvitað oft að gefa upp póstfangið sitt þegar maður skráir sig í hitt og þetta á netinu og þá er gott að hafa eitt póstfang sem manni er alveg sama um og nota það í þeim tilvikum. Þá veistu amk að pósturinn sem þú færð á aðal póstfangið þitt er ekki rusl!
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum