Hvernig gat ég gleymt að minnast á þetta í síðustu færslu? Ég keypti mér myndavél í Køben! Við fórum inní myndavélabúð og ég sá til sölu Polaroid myndavél á hundraðkall danskar! Hvernig gat ég sleppt því að kaupa hana? Mig hefur lengi langað að eiga Polaroid myndavél og þótt maður noti hana kannski ekki mikið þá er mjög gaman að gera það einstöku sinnum. Þetta er nottla ekkert verð, þúsundkall íslenskar. Að vísu keypti ég enga filmu því þær eru mjög dýrar. Ég fer í verslunarferð til Þýskalands eftir páska og þá mun ég kaupa mér einhverjar filmur. Vonandi eru þær ódýrari þar eins og flest annað.
Það verður eitthvað lítið að gerast hjá mér um páskana. Allir annaðhvort í öðru landi eða með fjölskylduna í heimsókn. Það er svaka djamm alla páskana frá og með kvöldinu í kvöld (miðvikudag) hér í Kolding. En ég mun ekki taka þátt í því þar sem enginn er til að djamma með! Ég tek bara tvöfalt á því helgina eftir páska því þá koma Biggi og Atli í heimsókn til Danaveldis! :D Það verður frábært enda miklir snillingar þar á ferð. Jói B. kemur þá hingað frá Horsens eða ég fer þangað, það kemur allt í ljós síðar. En tvennt er víst, það verður drukkinn bjór og það verður hrikalega gaman!
Ég ákvað að það væri leiðinlegt að hafa þessa auglýsingu frá Blogger efst á síðunni og fór því á stúfana til að finna lækningu við því. Hún fannst og er svona ef einhver hefur áhuga. Maður fer inní Template og bætir eftirfarandi klausu beint á undan </head> :
<style type="text/css">
#b-navbar {display:none;}
</style>
<script type="text/javascript">
/*
</head>
*/
</script>
Og það er nóg! Ekki taka neitt út, bara bæta þessari runu inní beint á undan </head> sem er frekar ofarlega inní Template. Þetta gæti varla verið einfaldara. Maður getur fundið lausn við öllum vandamálum ef maður nennir bara að leita að henni. :)
Maggi.
Halló heimur!
Fyrir 2 árum