þriðjudagur, mars 15, 2005

Ég get svo eiðsvarið það

Þetta er nottla fyrir neðan allar hellur. Við mættum niðrí bæ á rútustoppistöðina til að taka rútuna til Hannover, og hvað haldiði? Skólanum tókst að klúðra þessu eins og öllu öðru! Engin rúta, hún var víst pöntuð fyrir morgundaginn! Æ, æ. Mætið bara um miðja nótt á morgun aftur til að taka rútuna þá og fara á CeBIT. Ok, upplýsingaflæðið er mjög slæmt í þessum skóla og enginn virðist vita hvað á að gerast hvenær hvorki kennarar né nemendur, en að þeim takist að klúðra því að panta eina skitna rútu!? Það eru bara fáránleg vinnubrögð og maður á ekki að láta bjóða sér svona! Enda var mikil reiði í mannskapnum sem var búinn að bíða úti í skítakulda í klukkutíma eftir rútunni eða staðgengils-rútu sem var reynt að ná í án árangurs.

Fólkið var hissa og reitt og auðvitað svekkt, og því var kalt og það var pirrað og bara fúlt yfir höfuð. Sumir komast ekki einu sinni á morgun og þurfa því að sleppa ferðinni. Aðrir munu líklegast mæta með semingi og með mun minna bros á vör heldur en áðan. Enn einn svartur blettur í kladdann hjá skólanum. Vonandi að þetta hafi verið síðasta hálmstráið og nemendur hreinlega krefjist þess að upplýsingaflæði og allri skipulagningu hjá skólanum verði umturnað og bara löguð í eitt skipti fyrir öll. Það er svekktur Maggi sem kveður og ætlar að reyna að leggja sig og mæta í skólann á eftir í verkefnavinnu.
Maggi.
blog comments powered by Disqus