miðvikudagur, janúar 24, 2007

Próflok

Þá er maður búinn í prófum! Þetta var ágætis törn þótt prófin hefðu ekki verið mörg. Forritunarprófið var í byrjun mánaðarins og við erum nýbúin að fá útúr því prófi. Við Ósk fengum bæði 11 í einkunn sem er hæsta einkunn fyrir utan 13 sem er sjaldan gefin. Við erum að sjálfsögðu hæstánægð með þann árangur! :)

Svo tók við undirbúningur hjá mér fyrir stærðfræðipróf. Ég frétti viku fyrir prófið að það væri engin einkunn gefin heldur bara fall eða staðið. Og ég náði prófinu og allir í stærðfræðihópnum mínum þannig að það var bara ánægja með það.

Á mánudaginn fór hópurinn minn svo í síðasta prófið sem snýst um að verja lokaverkefnið og að svara spurningum úr þremur áföngum í skólanum. Fyrst fluttum við 50 mínútna kynningu á verkefninu okkar og eftir það var hópurinn spurður útí kynninguna og verkefnið. Það tók bara 15 mínútur og eftir það fór hver og einn inn í 20 mínútur og svaraði spurningum. Kennarinn og prófdómararinn voru svo sáttir með okkur að við fengum allir 13! Það þarf vart að taka það fram að við vorum ótrúlega sáttir með það og alveg steinhissa bara því við vorum hættir að láta okkur dreyma um þá tölu. 13 er mjög sjaldan gefin því maður þarf að sýna framá framúrskarandi hæfni og hæfni umfram það sem er kennt í námsefninu.

Við vorum líka á síðasta sjens að fá þessa einkunn því eftir þessa önn verður kerfinu breytt og hæsta einkunnin verður 10 eins og á Íslandi. Þetta er því líklegast hæsta einkunn sem ég fæ á skólaferli mínum. Núna er ég á leiðinni heim til eins hópfélaga míns að spila póker og fagna próflokum og góðum einkunnum. Á laugardaginn verður svo próflokapartý hjá Kollu, Birnu og Camillu og þá fær fólk að sletta úr klaufunum eftir að hafa legið yfir námsefninu allan mánuðinn.

Kveðja úr kuldanum í Danmörku, aldrei þessu vant er mun kaldara hér en á klakanum!
Maggi.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Dramantík í krummaskurði

Já það var sko heldur betur dramantík um daginn í krummaskurðinu. Þannig var mál með vexti að einn af leigjendunum í Penthousinu hefur misskilið þessi tvö orð frá barnæsku. Það eru nokkur ár síðan þetta með krummaskuðið kom uppá yfirborðið en það var nýleg að dramatíkin gerði vart við sig. Skrítið hvað maður tekur ekki eftir svona hlutum. Maður sér þessi orð nú sjaldan á blaði og það er ekki hægt að heyra mun í framburði.

Það hefur samt farið í taugarnar á mér misskilningur sem ég hef tekið eftir í nokkurn tíma. Það er þegar fólk víxlar orðunum 'fyrst' og 'víst' í samhenginu "Fyrst ég er að þessu þá get ég alveg eins gert hitt." Margir segja alltaf "Víst ég er að þessu þá get ég alveg eins gert hitt.". Ég hef minnst á þetta við nokkra og iðulega trúir fólk ekki að einhver segi þetta. En reynið að taka eftir þessu. Ef einhver sem þetta les segir 'víst' í staðinn fyrir 'fyrst', kommentaðu þá endilega! :p

Það er allt á fullu í prófalestri á þessum bænum. Ég er að læra fyrir stærðfræðipróf sem er á mánudaginn, og Ósk er að skrifa tvær ritgerðir sem hún á að skila núna á föstudaginn. Fyrsta prófið okkar, í forritun, sem var fyrir tæpri viku síðan gekk bara vel og við vorum sátt. Fáum einkunnirnar úr því síðar í mánuðinum.
Maggi.