laugardagur, nóvember 29, 2003

Idol


Það eru margir bloggarar búnir að blogga aðeins um Idol stjörnuleit, enda frekar heitt topic á landinu þessa dagana. Ætli maður verði ekki að gera slíkt hið sama. Jæja, gott að því er aflokið.
..:: maggi ::..

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

I wanna wake up 2 the rain...


...falling on a tin roof. Ég fór norður til Akureyris um helgina. Það var alveg frábært, þau eru flutt í nýtt hús (einhverntíman í vor, er ekki búinn að fara síðan þá) og það var gaman að sjá það, mjög fínt allt saman. Kíkti á djammið með Kristjönu stjúpsystur, hitti fullt af nýju skemmtilegu fólki og svona, voða gaman. Fórum á tónleika með Skyttunum, akureyrskri rapphljómsveit, og þar var bara hörku stemmning. Hefði getað verið búinn að skrifa þetta fyrir löngu en var bara ekki í stemmingu fyrir það einhvernvegin. Nóg komið í bili.
..:: moi ::..

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Über helgi dauðans

Óvenju mikið búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Þetta var vinnuhelgi hjá mér en alveg þrususkemmtileg, bara sú skemmtilegasta í haust og vetur hingað til. Á miðvikudaginn fór ég á tónleika með Lena, Tommygun Preachers, Brainpolice og Mínus á Gauknum. Það var líka bara svona helvíti fínt, allar sveitirnar voru mjög góðar og góð stemmning enda frítt inn og slatti af fólki.

Ég var að vinna á föstudaginn og nennti ekki í bíó með strákunum þannig að ég kíkti á litlu strákana uppúr miðnætti sem voru bara að spila útí bæ. Spjallaði við þá og sötraði öl til svona tvö. Þá var kominn háttatími hjá þeim en ég nennti ekkert að fara að lúlla og fór því einsamall á Casino í von um að hitta einhverja sniðuga. Það gekk líka eftir, hitti fullt af vinnufélögum og átti fínasta djamm, var kominn undir sæng um átta leytið á laugardagsmorguninn.

Náði fjögurra tíma svefn, vaknaði á hádegi og drattaðist fljótlega í bæinn með Nong og Goldeneye þar sem við sáum bikarkeppnina í sundi, enda fyrrverandi eða amk verðandi fyrrverandi sundmenn. Það var fínt. Brunaði svo í Kef aftur í útskriftarveislu hjá Önnu Möggu (til hamingju Anna Magga! :) þar sem ég fékk voða gott að borða og spjallaði við fólk. Það var mjög gaman. Svo skelltum við strákarnir okkur í bæinn í partý til Jómba.

Það var þvílíkt gaman, ég var votur um augun af hlátri mest allt kvöldið, og vonandi fáið þið öll fljótlega að deila ánægjunni því hljóðbútur sem mikil kátína skapaðist í kringum er væntanlegur á netið von bráðar. Þar var líkt eftir samræði milli tveggja ónefndra vina minna, og það ýkt og stælt með hjálp tölvutækninnar. Mikið gaman mikið fjör.

Svo skutlaði ég strákunum niðrí bæ, kíkti með þeim á Dillons og Bæjarins Bestu og svona. Lenti nottlega í skutlerí og fann Grettisgötuna eftir lengstu og skemmtilegustu krókaleið í manna minnum. Kom mér svo heim um hálf þrjú, náði að sofna um hálf fjögur og svaf í góðan klukkutíma áður en ég mætti í vinnu og tók tólf tíma vakt. Þess má geta ég er frekar þreyttur núna.

En þetta var virkilega skemmtileg helgi og ég held ég taki alveg mánudaginn og þriðjudaginn í að jafna mig. Svo ætla ég að skella mér til Akureyris næsta föstudag og er búið að lofa mér mikilli skemmtun þar á bæ. Eflaust stenst það og ég hef nokkrar góðar sögur í pokahorninu. Eins og poki!
..::machen in über-action ::..

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Merkilegt


Skrítið hvernig það er, þegar maður sest niður og ætlar rétt svo að skrifa tvær línur til að láta vita af sér þá endar maður með því að skrifa átta þúsund orð um allt og ekkert og eymd og hamingju og allt þar á milli. En þegar maður hugsar með sér 'djöfull skal ég skrifa svaðalega færslu núna' og sest niður, þá er eins og það hafi bara verið skrúfað fyrir! Eða amk eins og maður sé að fara í sturtu en þá skrúfar einhver frá heita vatninu einhverstaðar annarstaðar í húsinu og stelur helmingnum af þessu heita og sturtan verður bara köld eða í mesta lagi volg, eða það sem verst er, köld og heit til skiptis þangað til mann langar til að öskra. Það getur ekki komið góð færsla útúr þessari samlíkingu.

Ótrúlegt hvað það virkar líka alltaf vel ef mann langar að fá fólk til að brosa að vitna bara í eitthvað sem flestir kannast við eða geta amk sett sig auðveldlega í spor manns þegar maður lýsir einhverju mjög grafískt. Bestu grínistar í heimi gera þetta svo mikið, en það þýðir ekki að það sé eitthvað auðvelt. Það sem þeir hafa framyfir alla hina er ekki gæði brandaranna sem slíkra, heldur hvernig þeim koma þeim frá sér.

Mér fannst svo fyndið um daginn það sem ég hugsaði að ég hló upphátt og fékk þann brandara á heilann. Ég hef leitað dauðaleit að þeim sem finnst hann líka fyndinn en án árangurs. Kannski er einmitt málið að ég spyr fólk þá 'ef ég myndi segja þetta við þessar aðstæður fyndist þér það þá fyndið?', en það er einmit það sem má ekki gera. Maður verður að segja þetta á réttum tíma. En fyrst að þetta rugl djók er svo svakalega 'out there' þá get ég alveg eins sagt ykkur það núna.

T.d. ef að yfirmaður minn myndi koma að mér einn daginn og segja við mig 'mikið djöfull ertu búinn að vera duglegur í dag Maggi' og þá myndi ég svara á móti 'já maður sævar... ég meina reynir.' Þetta er svo heimskulegt djók að vanalega þarf ég að útskýra það fyrir fólki, það trúir ekki að þetta eigi að vera eitthvað fyndið. Er ég sá eini?

Nú er það komið á hreint að Muse kemur. Ég svosem ekkert glaður að heyra það, ég var alveg kominn í gírinn með að þeir myndu koma, ég vissi það alveg innst inni. Vá hvað það verður gaman. En nóg komið af þessu. Ef þú gast þér þess til að ég hafi sest niður til að skrifa þessa færslu án þess að hafa hugmynd um hvernig hún yrði þá hafðiru rétt fyrir þér, en ef þú varst ekki búinn að giska á það og var nokkurveginn drullusama, þá skaltu ekki lesa þessa setningu sem nú tekur senn enda.
..:: max ::..

mánudagur, nóvember 10, 2003

Ég er í vinnunni!


Ég er að blogga inná frílager hjá Icelandair. Híhí, ég hef ekkert að segja,mig langaði bara að hafa bloggað héðan. Já, svona er maður nú skrítinn. :þ
..:: max ::..

laugardagur, nóvember 08, 2003

Ass usual


Ég kíkti á Bigga í kvöld og við horfðum á anime. Gaman að uppgötva eitthvað nýtt og fleyta ofan af því rjómann, drekka bara í sig það besta í byrjun, allt sem maður missti af því maður vissi ekki betur. Jómbi kom og við kíktum á Duus. Ég er ekki gaurinn sem kíkir á Duus á föstudagskvöldi. Aðallega af því að ég er ekki kaffihúsakall, og þoli ekki þessa línu sem Duus dansar alltaf á milli þess að vera kaffihús og bara plein djammstaður. Útkoman er eiginlega kaffihús þar sem er of þröngt til að sitja, of mikill hávaði til að spjalla og of lítið pláss til að dansa. En það var nú bara furðu ágætt í kvöld, því við vorum frekar snemma í því. Enda ekkert að fara á djammið.

Ég er semsagt kominn heim til að skrifa þessi orð, og náði að sötra tvo bjóra áður. Eiginlega versti bjórinn til að hætta á verð ég nú að segja. Ég er svoddan hæna að ég er farinn að finna smá á mér en er ekki orðinn fullur. Bara farinn að líta í kringum mig og taka eftir öllu fallega kvenfólkinu... eða bíddu, öllu ótrúlega fallega og áhugaverða kvenfólkinu sem ég á aldrei eftir að kynnast eða komast í tæri við. Það er ótrúlegt, og reyndar frekar magnað, að vera ég. En því miður ekki nógu oft á góðan hátt.

Þarna inni voru nokkrar sem ég kannaðist við. Ein sem er svo falleg að ég skil það ekki einu sinni. Ég gæti bara horft á hana í sólarhring og velt því fyrir mér hvernig hún gæti verið svona falleg. Það sem meira er að hún er alveg æðisleg manneskja og ég gæfi glaður annan handlegginn til að fá að vera með henni. Önnur sem að rétt slapp og er alveg frábær á allan hátt, ekki það að ég ég hefði gert eitthvað eða hún tekið við því, ef hún hefði ekki skyndilega verið 'out of my reach'. Enn önnur mjög falleg og flott sem ég þekki þó ekki (ég þekki hinar tvær!) sem var eitt sinn með strák sem ég þekki og hann hætti með henni. Ég vildi að ég gæti fengið að hætta með svona stelpu. And the list goes on.

Merkilegt hvað maður er eitthvað knúinn til að tala um kvenfólk þegar maður kemst þó ekki nema örlítið í glas. Ég gæti haldið áfram og skrifað langa harmræðu (er til eitthvað sem heitir harmræða?) um þetta málefni (reyndar er það það sem mig langar að gera) en mér finnst eins og ég hafi gert það oft áður. Ekki misskilja mig, ég er ekkert að deyja yfir þessu, en þetta er málefni sem mér er mjög hugleikið í dag sem alla daga, og því er ágætt að skrifa smá um það. En ég efast um að það sé gaman að lesa svona pistil dag eftir dag og því hlífi ég ykkur við því. Þangað til ég blogga næst eftir að hafa fengið mér í glas. :) Vonum bara að það gangi eitthvað á morgun þegar það verður aðeins dýpra niður í botinn á glasinu.
..:: shell ::..

föstudagur, nóvember 07, 2003

SigurRós VANN!!!


Ég trúði ekki mínum eigin augum í kvöld þegar ég horfði á evrópsku MTV verðlaunahátíðina í kvöld. SigurRós voru tilnefndir í flokkinum besta myndbandið, og ég var algjörlega viss um að þeir myndu ekki vinna. Ekki af því að þau (strákarnir og Floria Sigismondi) áttu það ekki skilið (því það áttu þau sko), heldur af því að svona hátíð snýst yfirleitt ekki um svona tónlist.

Það spilaði eflaust mikið inní að þessi verðlaun voru ekki kosin á netinu eins og nær öll hin, heldur var greinilega einhver dómnefnd sem sá um það. Orri og Georg voru rosalega hissa á að hafa unnið og það var ekkert smá fyndið að sjá Orra skríkja eins og krakka. Guð veit að ég hefði gert það sama í hans sporum! Floria stóð sig með prýði og tileinkaði verðlaunin stríðshráðum börnum um allan heim. Vá hvað maður verður alltaf stoltur að vera Íslendingur þegar eitthvað svona gerist, sérstaklega þegar goðin mín lenda í því!

Strax á eftir að þessi verðlaun voru veitt þá kom Kylie Minogue á sviðið og flutti lagið 'Slow' sem er samið af Emiliönu Torrini fyrir þá sem ekki vita. Íslendingar áttu semsagt smá þátt í þessari hátíð og það var mjög gaman að því. Annars var bara mjög gaman að henni, Christina gerði í því að reyna að sjokkera fólk með klæðnaði sínum, því hún var kynnir og kom í nýju 'dressi' í nær hverri kynningu. Það var gaman að sjá. :)

En það er fríhelgi framundan og auðvitað reynir maður að gera sitt til þess að hún fari ekki til spillis! Ekki er búið að ákveða dagskrána, en eins og fyrri daginn er eitthvað sem kitlar meira en annað. Best að gefa sem minnst upp um það bara, gæti breyst á örskotstundu, og það er öllum drullu sama hvort eð er! :) C'ya!
..:: m(agchen)tv ::..

mánudagur, nóvember 03, 2003

Tíu þúsund heimsóknir og ammæli


Já, gaman frá því að segja. Á nákvæmlega ári hefur síðan mín fengið tíuþúsund heimsóknir! Síðan átti nefnilega afmæli sl. laugardag. Það fattaði það auðvitað enginn, ekki einu sinni ég. Ef þið viljið lesa eitthvað um hvað kom fyrir mig á þessu ári, þá lesiði bara bloggið uppá nýtt! Allir sem nenna því mega koma í kökur og djús heima næsta sunnudag kl. 3.

Lítið að gerast í mínu lífi þessa dagana. Kíkti í ammæli á laugardaginn og það var bara aldeilis fínt. Við strákarnir hittumst áður heima hjá Atla og þetta var bara mjög fínt kvöld. Ég er líka búinn að vera að stunda það áhugamál mitt að sjá góðar bíómyndir. Horfði loksins á City Of God og hún er alveg frábær. Ég mæli með henni fyrir alla kvikmyndaáhugamenn, þótt ég viti ekki hvernig sé best að nálgast hana nema á netinu. Þetta er Brasilísk mynd og gef ég henni hiklaust fullt hús stiga. Hún er í sæti #58 yfir bestu myndir allra tíma á IMDb.com.

Ég er búinn að vera í ýkt góðu skapi síðan kuldakastið byrjaði. Skrítið því ég er að vinna úti (að hluta til amk) og er oft að deyja úr kulda, en samt er ég bara þvílíkt jollý og happý! Ekki er ég að kvarta, en mér þótti þetta bara skrítið. Ekki býst ég við því að einhver hafi sömu sögu að segja...? Jæja, en afsakið þetta ófyrirséða blogghlé hjá mér. Veit ekki alveg hvað er í gangi. :)
..:: magchen ::..