Über helgi dauðans
Óvenju mikið búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Þetta var vinnuhelgi hjá mér en alveg þrususkemmtileg, bara sú skemmtilegasta í haust og vetur hingað til. Á miðvikudaginn fór ég á tónleika með Lena, Tommygun Preachers, Brainpolice og Mínus á Gauknum. Það var líka bara svona helvíti fínt, allar sveitirnar voru mjög góðar og góð stemmning enda frítt inn og slatti af fólki.
Ég var að vinna á föstudaginn og nennti ekki í bíó með strákunum þannig að ég kíkti á litlu strákana uppúr miðnætti sem voru bara að spila útí bæ. Spjallaði við þá og sötraði öl til svona tvö. Þá var kominn háttatími hjá þeim en ég nennti ekkert að fara að lúlla og fór því einsamall á Casino í von um að hitta einhverja sniðuga. Það gekk líka eftir, hitti fullt af vinnufélögum og átti fínasta djamm, var kominn undir sæng um átta leytið á laugardagsmorguninn.
Náði fjögurra tíma svefn, vaknaði á hádegi og drattaðist fljótlega í bæinn með Nong og Goldeneye þar sem við sáum bikarkeppnina í sundi, enda fyrrverandi eða amk verðandi fyrrverandi sundmenn. Það var fínt. Brunaði svo í Kef aftur í útskriftarveislu hjá Önnu Möggu (til hamingju Anna Magga! :) þar sem ég fékk voða gott að borða og spjallaði við fólk. Það var mjög gaman. Svo skelltum við strákarnir okkur í bæinn í partý til Jómba.
Það var þvílíkt gaman, ég var votur um augun af hlátri mest allt kvöldið, og vonandi fáið þið öll fljótlega að deila ánægjunni því hljóðbútur sem mikil kátína skapaðist í kringum er væntanlegur á netið von bráðar. Þar var líkt eftir samræði milli tveggja ónefndra vina minna, og það ýkt og stælt með hjálp tölvutækninnar. Mikið gaman mikið fjör.
Svo skutlaði ég strákunum niðrí bæ, kíkti með þeim á Dillons og Bæjarins Bestu og svona. Lenti nottlega í skutlerí og fann Grettisgötuna eftir lengstu og skemmtilegustu krókaleið í manna minnum. Kom mér svo heim um hálf þrjú, náði að sofna um hálf fjögur og svaf í góðan klukkutíma áður en ég mætti í vinnu og tók tólf tíma vakt. Þess má geta ég er frekar þreyttur núna.
En þetta var virkilega skemmtileg helgi og ég held ég taki alveg mánudaginn og þriðjudaginn í að jafna mig. Svo ætla ég að skella mér til Akureyris næsta föstudag og er búið að lofa mér mikilli skemmtun þar á bæ. Eflaust stenst það og ég hef nokkrar góðar sögur í pokahorninu. Eins og poki!
..::machen in über-action ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum