föstudagur, nóvember 07, 2003

SigurRós VANN!!!


Ég trúði ekki mínum eigin augum í kvöld þegar ég horfði á evrópsku MTV verðlaunahátíðina í kvöld. SigurRós voru tilnefndir í flokkinum besta myndbandið, og ég var algjörlega viss um að þeir myndu ekki vinna. Ekki af því að þau (strákarnir og Floria Sigismondi) áttu það ekki skilið (því það áttu þau sko), heldur af því að svona hátíð snýst yfirleitt ekki um svona tónlist.

Það spilaði eflaust mikið inní að þessi verðlaun voru ekki kosin á netinu eins og nær öll hin, heldur var greinilega einhver dómnefnd sem sá um það. Orri og Georg voru rosalega hissa á að hafa unnið og það var ekkert smá fyndið að sjá Orra skríkja eins og krakka. Guð veit að ég hefði gert það sama í hans sporum! Floria stóð sig með prýði og tileinkaði verðlaunin stríðshráðum börnum um allan heim. Vá hvað maður verður alltaf stoltur að vera Íslendingur þegar eitthvað svona gerist, sérstaklega þegar goðin mín lenda í því!

Strax á eftir að þessi verðlaun voru veitt þá kom Kylie Minogue á sviðið og flutti lagið 'Slow' sem er samið af Emiliönu Torrini fyrir þá sem ekki vita. Íslendingar áttu semsagt smá þátt í þessari hátíð og það var mjög gaman að því. Annars var bara mjög gaman að henni, Christina gerði í því að reyna að sjokkera fólk með klæðnaði sínum, því hún var kynnir og kom í nýju 'dressi' í nær hverri kynningu. Það var gaman að sjá. :)

En það er fríhelgi framundan og auðvitað reynir maður að gera sitt til þess að hún fari ekki til spillis! Ekki er búið að ákveða dagskrána, en eins og fyrri daginn er eitthvað sem kitlar meira en annað. Best að gefa sem minnst upp um það bara, gæti breyst á örskotstundu, og það er öllum drullu sama hvort eð er! :) C'ya!
..:: m(agchen)tv ::..
blog comments powered by Disqus