laugardagur, nóvember 08, 2003

Ass usual


Ég kíkti á Bigga í kvöld og við horfðum á anime. Gaman að uppgötva eitthvað nýtt og fleyta ofan af því rjómann, drekka bara í sig það besta í byrjun, allt sem maður missti af því maður vissi ekki betur. Jómbi kom og við kíktum á Duus. Ég er ekki gaurinn sem kíkir á Duus á föstudagskvöldi. Aðallega af því að ég er ekki kaffihúsakall, og þoli ekki þessa línu sem Duus dansar alltaf á milli þess að vera kaffihús og bara plein djammstaður. Útkoman er eiginlega kaffihús þar sem er of þröngt til að sitja, of mikill hávaði til að spjalla og of lítið pláss til að dansa. En það var nú bara furðu ágætt í kvöld, því við vorum frekar snemma í því. Enda ekkert að fara á djammið.

Ég er semsagt kominn heim til að skrifa þessi orð, og náði að sötra tvo bjóra áður. Eiginlega versti bjórinn til að hætta á verð ég nú að segja. Ég er svoddan hæna að ég er farinn að finna smá á mér en er ekki orðinn fullur. Bara farinn að líta í kringum mig og taka eftir öllu fallega kvenfólkinu... eða bíddu, öllu ótrúlega fallega og áhugaverða kvenfólkinu sem ég á aldrei eftir að kynnast eða komast í tæri við. Það er ótrúlegt, og reyndar frekar magnað, að vera ég. En því miður ekki nógu oft á góðan hátt.

Þarna inni voru nokkrar sem ég kannaðist við. Ein sem er svo falleg að ég skil það ekki einu sinni. Ég gæti bara horft á hana í sólarhring og velt því fyrir mér hvernig hún gæti verið svona falleg. Það sem meira er að hún er alveg æðisleg manneskja og ég gæfi glaður annan handlegginn til að fá að vera með henni. Önnur sem að rétt slapp og er alveg frábær á allan hátt, ekki það að ég ég hefði gert eitthvað eða hún tekið við því, ef hún hefði ekki skyndilega verið 'out of my reach'. Enn önnur mjög falleg og flott sem ég þekki þó ekki (ég þekki hinar tvær!) sem var eitt sinn með strák sem ég þekki og hann hætti með henni. Ég vildi að ég gæti fengið að hætta með svona stelpu. And the list goes on.

Merkilegt hvað maður er eitthvað knúinn til að tala um kvenfólk þegar maður kemst þó ekki nema örlítið í glas. Ég gæti haldið áfram og skrifað langa harmræðu (er til eitthvað sem heitir harmræða?) um þetta málefni (reyndar er það það sem mig langar að gera) en mér finnst eins og ég hafi gert það oft áður. Ekki misskilja mig, ég er ekkert að deyja yfir þessu, en þetta er málefni sem mér er mjög hugleikið í dag sem alla daga, og því er ágætt að skrifa smá um það. En ég efast um að það sé gaman að lesa svona pistil dag eftir dag og því hlífi ég ykkur við því. Þangað til ég blogga næst eftir að hafa fengið mér í glas. :) Vonum bara að það gangi eitthvað á morgun þegar það verður aðeins dýpra niður í botinn á glasinu.
..:: shell ::..
blog comments powered by Disqus