þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Merkilegt


Skrítið hvernig það er, þegar maður sest niður og ætlar rétt svo að skrifa tvær línur til að láta vita af sér þá endar maður með því að skrifa átta þúsund orð um allt og ekkert og eymd og hamingju og allt þar á milli. En þegar maður hugsar með sér 'djöfull skal ég skrifa svaðalega færslu núna' og sest niður, þá er eins og það hafi bara verið skrúfað fyrir! Eða amk eins og maður sé að fara í sturtu en þá skrúfar einhver frá heita vatninu einhverstaðar annarstaðar í húsinu og stelur helmingnum af þessu heita og sturtan verður bara köld eða í mesta lagi volg, eða það sem verst er, köld og heit til skiptis þangað til mann langar til að öskra. Það getur ekki komið góð færsla útúr þessari samlíkingu.

Ótrúlegt hvað það virkar líka alltaf vel ef mann langar að fá fólk til að brosa að vitna bara í eitthvað sem flestir kannast við eða geta amk sett sig auðveldlega í spor manns þegar maður lýsir einhverju mjög grafískt. Bestu grínistar í heimi gera þetta svo mikið, en það þýðir ekki að það sé eitthvað auðvelt. Það sem þeir hafa framyfir alla hina er ekki gæði brandaranna sem slíkra, heldur hvernig þeim koma þeim frá sér.

Mér fannst svo fyndið um daginn það sem ég hugsaði að ég hló upphátt og fékk þann brandara á heilann. Ég hef leitað dauðaleit að þeim sem finnst hann líka fyndinn en án árangurs. Kannski er einmitt málið að ég spyr fólk þá 'ef ég myndi segja þetta við þessar aðstæður fyndist þér það þá fyndið?', en það er einmit það sem má ekki gera. Maður verður að segja þetta á réttum tíma. En fyrst að þetta rugl djók er svo svakalega 'out there' þá get ég alveg eins sagt ykkur það núna.

T.d. ef að yfirmaður minn myndi koma að mér einn daginn og segja við mig 'mikið djöfull ertu búinn að vera duglegur í dag Maggi' og þá myndi ég svara á móti 'já maður sævar... ég meina reynir.' Þetta er svo heimskulegt djók að vanalega þarf ég að útskýra það fyrir fólki, það trúir ekki að þetta eigi að vera eitthvað fyndið. Er ég sá eini?

Nú er það komið á hreint að Muse kemur. Ég svosem ekkert glaður að heyra það, ég var alveg kominn í gírinn með að þeir myndu koma, ég vissi það alveg innst inni. Vá hvað það verður gaman. En nóg komið af þessu. Ef þú gast þér þess til að ég hafi sest niður til að skrifa þessa færslu án þess að hafa hugmynd um hvernig hún yrði þá hafðiru rétt fyrir þér, en ef þú varst ekki búinn að giska á það og var nokkurveginn drullusama, þá skaltu ekki lesa þessa setningu sem nú tekur senn enda.
..:: max ::..
blog comments powered by Disqus