fimmtudagur, nóvember 20, 2008

MGMT

Uploaded by www.cellspin.net

föstudagur, nóvember 14, 2008

Makkinn mættur!

Þá er biðin langa á enda! Á miðvikudagskvöldið fékk ég í hendurnar nýju tölvuna mína. Sú er búin að láta bíða eftir sér. Ég ætlaði að kaupa mér nýja tölvu í ágúst en frétti þá af því að það væri meiriháttar uppfærsla á fartölvum frá Apple handan við hornið. Ég bjóst við að þurfa að bíða í nokkrar vikur, kannski mánuð eftir því, en auðvitað létu þeir bíða eftir sér fram í miðjan október. Það hefði svosem verið í lagi hefði íslenski efnahagurinn ekki tekið uppá því að hrynja akkúrat á þessum tíma! Afleiðingin var að þrátt fyrir að ég átti pening til að kaupa tölvuna þá gat ég það ekki því hann var fastur á Íslandi og engin leið að koma honum yfir til Danmerkur.

Að lokum myndaðist glufa og ég gat sent peninginn yfir. Auðvitað tók viku fyrir beiðnina að fara í gegn, aðra viku fyrir peninginn að komast yfir til Danmerkur og þá gat ég loksins pantað tölvuna! Þá tók við enn önnur viku bið því það þurfti að senda tölvuna til mín. Allt þetta er nú yfirstaðið sem betur fer og ég er orðinn alvöru tölvu-njörður á ný.


Við fyrstu sýn og notkun er tölvan alveg frábær! Þrusuvirkar og er rosalega flott. Ég er hæstánægður og vona að það haldist þannig. Ég var hræddur um að skjárinn myndi fara í taugarnar á mér því hann er glansandi en ekki mattur. Ég hefði tekið mattan ef það stæði til boða. En ég verð að segja að það fer lítið sem ekkert í taugarnar á mér og skjárinn er mjög flottur, og bjartur. Lyklaborðið er svart og það er svört umgjörð um skjáinn. Þetta er töluverð útlitsbreyting frá eldri týpunni. Þetta er öðruvísi og venst eflaust fljótt. Hvort þetta sé flottara skal ég ósagt látið, kannski langaði þá bara að breyta til, sem er auðvitað svolítil áhætta því fyrri týpan er virkilega flott.

iMagg.