laugardagur, maí 23, 2009

Nú er sumar, gleðist gumar...

...og styttist í sumarfrí! En það er nú samt ekki alveg komið. Skilin á lokaverkefninu eru á fimmtudaginn og því snúast allar hugsanir manns um verkefnið.

Ég veit nú ekki alveg hvað ég á að skrifa um. Ég er bara búinn að vera með skrifræpu í allan dag og ákvað að nýta hana áður en ég færi að sofa til þess að blogga! Ég held ég hafi aldrei skrifað jafn mikið á einum degi. Ég er búinn að skrifa tólf blaðsíður af hreinum texta í Word. Svo er ég búinn að búa til 13 síður af gröfum og slíku fyrir appendix. Á morgun ætlum við Christian að hittast í skólanum og leggja lokahönd á þessa skýrslu. Svo fer restin af dögunum í að yfirfara og svo fínpússa þetta þar til við þurfum að skila.

Af hverju þarf allt að gerast á sama tíma? Eins og við erum nú ódugleg við að plana helgarnar okkar þá er ein helgi í júní þar sem fjórir atburðir eru, hver öðrum stærri! Þannig að maður þarf heldur betur að velja og hafna. Reyndar er valið ekki mjög erfitt, þegar fjölskyldumeðlimir koma í heimsókn þá er þeim að sjálfsögðu sinnt eins og höfðingjum. ;)

Maggi.

miðvikudagur, maí 20, 2009

Allt á milljón

Rétt tæp vika í skil og allt á milljón í skólanum. Við kláruðum stuttmyndina okkar á sunnudaginn og gerðum prófanir í gær. Það gekk ágætlega, prófuðum 30 manns, en útkoman var því miður ekki alveg eins og við vonuðumst eftir. En það skiptir nú ekki öllu máli, verkefnið er ekkert verra útaf því. :) Ég set inn stuttmyndina þegar ég má vera að því!

Maggi.