mánudagur, júní 23, 2003

Does it get any better than this...?


Þá er maður bara á leiðinni út á morgun! Ég ætla að reyna að skrifa hjá mér þá tónleika sem ég fer á og hvað mér fannst um þá á hverjum degi svo ég gleymi því ekki, en það er ekkert víst að ég nenni því. Þið fáið samt pottþétt skýrslu hérna á blogginu um hvernig var þegar ég kem heim. Ég hef einhvernveginn á tilfinningunni hvernig hún verður. En það verður samt að koma í ljós. Við fljúgum seinni partinn á morgun og verðum því komnir til Hróarskeldu annað kvöld. Vonandi verður eitthvað laust pláss á tjaldsvæðinu því við ætlum að reyna að koma upp ágætis Keflavíkur-tjaldbúðum. Það er slatti af Keflvíkingum að fara þannig að þetta verður eflaust geggjað stuð. Ég verð með símann minn úti þannig að endilega sendið mér sms ef þið eruð farin að efast um að það sé gaman hjá mér. Ég fer með eiturgulan regngalla með mér þannig að ef það verður rigning þá verður hægt að finna mig hvar sem er. Djöfulsins athyglissýki alltaf hreint.

Mér finnst magnað hvað það eru margir sem tala um hvað þá langi mikið að fara sem hafa svosem enga góða ástæðu fyrir því að fara ekki. Auðvitað eiga þeir sem langar að fara bara að skella sér. Ekkert væl. Öll þið sem eruð búin að öfunda mig svo mikið, þið mætið bara á næsta ári með mér! Amk var Tommi búinn að lofa mér að það væru 99% líkur á því að ég fari aftur, þannig að ég verð eflaust þarna á næsta ári! :)

En núna segi ég bara góða nótt. Kominn í bloggfrí í rúma viku. Kem aftur þriðjudaginn fyrsta júlí ef allt fer að óskum og blogga þá svakalega um þessa ferð. En þangað til þá, skemmtið ykkur á klakanum vinnandi og hugsandi til mín á djamminu í Danaveldi með Metallica og fleirum snillingum! Bæbæ!
..:: roskilde 2003 man ::..

laugardagur, júní 21, 2003

Hvaða hvaða...


Ætli þetta verði löng færsla? Ég held það, en þú veist það. Því þú getur bara kíkt neðar á síðuna og séð hvað ég nennti að skrifa mikið. Magnað. Allavega, ég hef ekkert verið allt of duglegur að skrifa hérna inná undanfarið og eru nokkrar ástæður fyrir því. Ég reyni að forðast það eins og heitan eldinn að blogga um það að blogga, því blogg sem fjalla bara um hvað fólkið hafi lítið að blogga um er leiðinlegt. Úff skrítin setning. En fyrst það er ennþá fólk sem kíkir ennþá hérna inn daglega þá er best að ég komi með útskýringu. Það hefur svosem verið helling að gerast hjá mér og þannig séð nóg að blogga um. En það hefur líka verið stefna hjá mér að blogga ekki bara um það sem ég er að gera heldur meira um það sem ég er að hugsa. En ég er að vinna það mikið að þegar ég kem heim og horfi á tölvuna og hugsa hvort ég ætti að skrifa þar niður hugsanir mínar þann daginn, þá laðar rúmið mitt meira. Ég er nottla líka að synda (þrátt fyrir að enginn skilji af hverju ég nenni því ennþá, ekki einu sinni ég) þannig að það bætir bara við þreytuna. Svo hefur dalandi aðsókn á síðuna líka sitt að segja. Ekki gaman að skrifa fyrir örfáa. Það er nottla mikið til fólk sem þekkir mig sem les þessa síðu og ef það veit ekki hvað er í gangi hjá mér en vill vita það, þá er það bara ekki nógu duglegt að hafa samband! (Ég veit að það er miklu auðveldara að segja svona heldur en að framkvæma það, ég er ekki nógu duglegur við þetta sjálfur). En nóg af bloggi um blogg.

Það eru svo fáir dagar í Hróarskelduhátíðina að það er alveg fáránlegt. Og það sem er ennþá fáránlegra er að ég er ekki einu sinni kominn með hnút í magann. Ég er eiginlega bara sáttur við það því þá væri biðin eftir hátíðinni verða erfiðari, og þegar maður gerir sér litlar vonir þá verður allt miklu skemmtilegra ef það heppnast vel. Ég held að hátíðin verði algjör helber snilld, það þarf amk eitthvað mikið að klikka til að svo verði ekki. Ég er kominn með flugmiðann í hendurnar og nú er bara að vona að það verði ekki pakkfull flugvél svo ég komist út á þeim tíma sem ég vill. Úff, ég fer út á mánudaginn. Og á morgun er laugardagur. Það er allt of stutt í þetta. Ég er ekki að fatta það. Dagskráin fyrir hátíðina er tilbúin þannig að ef þú vilt öfunda mig eitthvað meira en þú gerir nú þegar þá geturu kíkt á þetta. Metallica er strax á fimmtudaginn, svkaleg byrjun á hátíðinni maður. Iron Maiden og SigurRós eru ekki alveg á sama tíma þannig að ég get séð bæði. Þetta verður gaman. Hvenig segir maður "ég ætla að fá einn bjór... nei annars, láttu mig fá kassa!" á dönsku?

Ég held ég geti ekki búið einn. Ég myndi örugglega ekki meika það lengi. Þótt ég hafi kannski ekki viðurkennt það fyrir sjálfum mér þá er ég svakalega mikil félagsvera. Ég er einn heima núna og það er allt voða tómlegt. Er að spá í að hætta við að spara mig fyrir Hróarskeldudjammið og kíkja á djammið á morgun með vinunum. Ég á það skilið, búinn að vinna eins og sjúkur maður undanfarið.

Stundum vildi ég óska þess að enginn sem ég þekkti vissi af þessu bloggi. Þá gæti ég sagt svooo mkið af hlutum sem ég veigra mér við að segja hérna. Kannski ætti maður bara að stofna nýtt blogg undir dulnefni og skrifa þar allt sem maður má ekki hér. Hvenig væri það?

Viti menn, þetta varð svolítið löng færsla. Og ég skrifaði ekki nema brot af því sem ég var að hugsa. Stundum vildi ég að ég gæti bloggað gegnum sms. Það væri kúl. Þá væri fullt af litlum skrítnum færslum. Í staðinn eru bara langar skrítnar færslur. Um að gera að plögga þessa sms hugmynd einhverstaðar. En hvar? Jæja, það er kominn tími til að sofa. Rétt að leggja sig í þessa fimm tíma þar til vinnan byrjar. Það er erfitt að lifa svona. Tough luck. Good luck. Good night. Og já, Bruce Almighty er góð mynd. Svakalega fyndin á köflum, en ekki eins góð og hún gæti orðið. Sjáðana þegar hún kemur í bíó! Djöfull er maður alltaf langt á undan öllum. :þ
..:: max ::..

miðvikudagur, júní 18, 2003

Hæ hó jibbý jei...


Ég komst loksins í bústað eftir dúk og disk. Og það tvisvar. Ég fór ekkert á laugardaginn. En á sunnudaginn fórum ég og cookie og goldeneye og kíktum í bústað, potturinn kominn og svona. Djöfull var það næs. Brunuðum svo í kef í gær og skiptum um bíl, tókum sundæfingu, pikkuðum Nong upp og brunuðum aftur í bústað. Pæliði að nenna þessu. En þetta var vel þess virði. Ýkt gaman í gærkvöldi og þvílíkt sem við getum hlegið að engu. Chilluðum svo í bústaðnum í dag, og þá meina ég sko chilluðum. Við gerðum svo ekki neitt að það er ekki fyndið. Ef einhver hefur nokkurntíman sagst hafa gert minna en við gerðum lá lýgur sá hinn sami. Við lágum bara eins og illa gerðar hrúgur og allt í einu voru liðnir sex klukkutímar! Það er gott að gera ekki neitt. Við hlógum að vísu áfram eins og fávitar og ég er endanlega búinn að sannfærast um að við séum allir geðsjúkir. En það er nú bara af hinu góða. Ða. Einkahúmor er frábær, en ég held ég sé alveg kominn með minn skammt fyrir vikuna eða mánuðinn. Nenni ekki einu sinni að brosa eða hlæja lengur. Svo er það bara vinna í tvo daga, frí í þrjá, og svo verður flogið til kóngsins Köbenhavn!! Roskilde baby!!! Gleðilega þjóðhátíð.
..:: max ::..

laugardagur, júní 14, 2003

Nuff said


Eru allir hinir bara kýr sem ganga gegnum lífið og bíða þess að hausinn rúlli í sláturhúsinu, eða eru þeir líka öskrandi inní sér og þrá ekkert meir en að sleppa burt og lifa lífinu? Þetta er pæling sem kemur fram í myndinni The Good Girl með Jennifer Aniston, sem er alveg ágætis mynd. Alveg eins langt frá því að vera týpísk Jennifer Aniston mynd og hægt er, en það var líka örugglega tilgangurinn hjá stelpunni, hún vildi sanna að hún gæti leikið en ekki bara verið sæt. Og það tókst henni. Myndin er samt svolítið þung, því þemað í henni er einfaldlega lífið er ömurlegt, og ég held að stelpan hafi brosað einu sinni í myndinni. Það gerist aldrei neitt gott í myndinni, nema kannski einu sinni. Góð mynd samt, en ekki fyrir alla. Nokkrar góðar pælingar, sérstaklega í byrjun. Ég fíla myndir með pælingar.

Sá annars mjög vonda og skemmtilega mynd áðan. 2Fast 2Furious er vond mynd, alveg eins og ég bjóst við, en það eru flottir bílar í henni og nokkrir ágætir eltingaleikir. Afþreying sem skilur ekkert eftir sig, nema kannski löngun sem maður fær til að keyra bílinn sinn afskaplega hratt og helst klessukeyra hann líka. Annars hefur maður nú fengið að gera nokkuð af því í Alfa Romeoinum Pöndunnar Rex. Þarna var setning sem ég bjóst aldrei við að ég myndi nokkurntíman segja.

Lítið að frétta af mér, vinnuhelgi og svona. Samt furðu mikið að gerast þessa helgina hjá mér miðað við það, en þú hlýtur að hafa eitthvað betra við tímann að gera heldur en að lesa um það. Bústaður, pottur, partý, pottur, vinna, bústaður, pottur. Þetta er planið, sem nær alveg fram á mánudagsmorgunsþynnku ef allt fer að óskum. Nuff said.
..:: magchen ::..

þriðjudagur, júní 10, 2003

Pollrólegur alveg


Alltaf jafn glæsileg, á tíræðisaldri!Helgin var alveg meira en viðburðarík hjá mér. Ég er svo búinn á því, ég er miklu þreyttari eftir fríhelgi en eftir vinnuhelgi. Á föstudaginn fór ég í mat uppá völl með aðlinum mínum gamla, og það var bara líka svona helvíti gaman. Eftir að við höfðum borðað þá fórum við í nýja drykkjuleiki, alltaf gaman að læra nýja svoleiðis. Svo varð ég nottla að stinga af í bæinn því technofríkið í mér braust út með látum. Stefnan var tekin á Broadway en snúið snarlega við þegar ekkert var í gangi þar. Það var búið að færa Pacha kvöldið niðrá Felix þannig að við fórum bara þangað. Það var helvíti fínt, dönsuðum eitthvað fram eftir nóttu og ég fór allt of seint að sofa miðað við hvað ég vaknaði snemma daginn eftir.

Á laugardeginum var svo útskriftarveisla hjá Höllu systur, hún var á viðskiptafræðibraut í HR og brilleraði þar eins og fjölskyldu okkar er lagið að sjálfsögðu (hehe, svaka montinn eitthvað). Eftir að hafa borðað kökur og drukkið bjór og spilað pílu (sem er fastur liður í öllum veislum hjá systur minni því mágur minn er pílukall og ég er að verða það líka) þá hélt ég í innflutningspartý hjá Atla vini mínum niðrá Hafnargötu. Þar var þrusufjör en öllum hent út klukkan eitt vegna krónískra kvartana nágrannanna á hæðinni fyrir ofan. Kíkti eitthvað á staðina hér í bæ en það var slappt að venju.

Var að koma af rúnt þar sem við nýttum græjurnar (með svaka bassaboxi í skottinu og öllu tilheyrandi) til hins ýtrasta með því að blasta meðal annars Cher og Meatloaf. Það var gaman, um að gera að misbjóða eyrunum annars lagið. Önnur tónlist hljómar bara mun betur eftirá. Ég er t.d. núna að hlusta á Still Loving You með Scorpions, þvílík nostalgía, ég man svo vel eftir þessu lagi síðan ég var lítill. Mæli með því. En jæja, vinnudagur á morgun sem þýðir að ég þarf að vakna klukkan hlálf fimm. Ég kveð að sinni. Hejhej.
..:: max ::..

föstudagur, júní 06, 2003

Living History


Hillary Clinton er að hefna sín á eiginmanni sínum með því að græða fullt af seðlum á framhjáhaldi hans. Það er nú bara nokkuð gott hjá henni. Hún fær víst einhverjar átta milljónir dollara fyrir bókina sem hún er að gefa út, og held ég að fæstir myndu fúlsa við þeirri upphæð jafnvel þótt það þýddi að makinn hafi haldið framhjá þeim. Eða hvað? Annars er það af mér að frétta að ég er rétt í þessu á leiðinni í matarboðið uppá velli og var stungið uppá því við mig að ég tæki með mér hníf og myndi hefna fyrir strákinn sem var stunginn í Hafnarstrætinu um daginn. Ég held ég láti það ógert, þótt ég þekki bróður hans. Leiðinlegt að fá alla Kanana uppá velli á móti sér og svona, fyrir utan að ég er rólyndismaður með eindæmum. Pollrólegur alveg. Ég elska þetta orð, pollrólegur. Bloggari sem ég rakst á í dag (og ég er að fara að bæta henni í linkasafnið mitt og mun þar kalla hana Nuke The Whales) minnti mig á þetta og mun ég reyna af miklum mætti að nota þetta orð hvar sem færi gefst í næstu færslum. Góða skemmtun í kvöld! :)
Fleiri blogg sem munu bætast við fljótlega:Blogg dauðans og Nanna.
..:: magz ::..
Fyrirgefðu Einar...


Það er svakalega fínt að leggja sig í vinnunni. Jújú, stundum þarf maður að láta sér nægja að liggja á nokkrum þunnum teppum á hörðu gólfinu með lítinn flugvélakodda undir hausnum en þá verður maður bara að hugsa til allra litlu barnanna í Afríku sem fá ekkert að leggja sig í vinnunni. Maður er yfirleitt svo þreyttur af svefnleysi að maður rotast um leið og maður leggst þrátt fyrir aðstæður sem eru ekki hvítum, svörtum, gulum eða regnbogalitum mönnum bjóðandi. Það er annars merkilegt, og þyrfti helst að kalla mannfræðing til, að heyra allar þessar mismunandi hrotur í þessum köllum sem vinna með mér. Ég bíð bara eftir því að einhver þeirra vakni við að hafa sprengt í sér hljóðhimnuna! Þeir láta ansi hátt og eru frumlegir í þessu, allskonar hljóð sem þeir geta framkallað án þess að vita af því.

Nú eru einungis tæpir tuttugu dagar í Roskilde Festival og þó er ég lítið farinn að hlakka til. Þetta er nú svosem alveg að reddast og þó ég eigi ekki flugmiða enn sem komið er þá enda ég í Danmörku fyrr eða síðar. Það er nefnilega sjúklega mikið flogið til kóngsins Köbenhavn frá Íslandi og ef það er ekki eitt skitið sæti laust fyrir my skinny ass í einni af þessum vélum þá... þá... kemst ég bara ekkert út á réttum degi. Ég verð nefnilega að fljúga á standby því ég nota frímiða en ég er ekkert að kvarta því ég fæ ferðina á kúk og kanel. Ef ég kemst svo ekki heim á mánudeginum þá get ég gist í Köben hjá vinkonu mömmu minnar sem á heima rétt hjá flugvellinum þannig að þetta verður allt í himna lagi held ég barasta. Ég held samt, þrátt fyrir litla sem enga tilhlökkun, að þetta verði alveg sjúklega gaman. Ég veit að minnsta kosti að ef ég væri ekki búinn að kaupa mér miða á hátíðina núna og allt liti út fyrir að ég færi ekki þá væri ég á meiri bömmer en mamma ykkar eftir að þið komuð í heiminn. Af hverju þurfti ég að koma með skot á alla sem lesa þetta svona uppúr þurru spyrðu kannski núna. Og svarið færðu ekki.

Úbs. Þessi frétt fékk mig til að velta vöngum yfir því hvort þetta sé mér að kenna. Það brotnaði eitthvað spjót í fluginu hjá smáþjóðaleikaliðinu á leiðinni út, og ég var að hlaða flugvélina þeirra! Það var vesen að koma þessum spjótum og stangastökks-stöngum fyrir, en það gekk alveg. Held að ég hafi ekki brotið neitt. Annars tók ég töskuna hans Gulla og hans Birkis og strípaði þær með böndum sem eru notuð til að festa niður viðkvæma hluti. Ég setti alveg fulllt af strípum á þær báðar og batt milljón hnúta þannig að það var hellings vesin að losa þetta og þeir vönduðu mér ekki kveðjurnar þegar þeir komu út. Afraksturinn má meira að segja sjá í Mogganum s.l. mánudag, framan á íþróttasíðunum! Þar er mynd af Gulla og Ödda að koma á hótelið, og taskan hans Gulla er neðst á myndinni og alveg í klessu! Það var ýkt fyndið að sjá þetta. Lítið má maður gera án þess að það byrtist mynd af því á forsíðu moggans. Eða svona næstum.

Þessi helgi verður all svaðaleg. Á morgun fer ég uppá kanavöll þar sem ég er boðinn í mat því vinkona mín hún Bjarney er að flytja til Ameríku fljótlega. Aðallinn minn gamli verður þar og það verður voða gaman held ég. Ódýrt áfengi amk! Og það veit á gott. Annars langar mig rosalega mikið að enda á Broadway þar sem einhverjir snillingar ætla að blasta techno tónlist í hæsta gæðaflokki. Þar verða dansarar í búrum og ef ég þekki yours truly rétt þá mun hann reyna að toppa þá alla með tölu í dansinum! Djöfull finnst mér gaman að taka flippið með svona tónlist og sérstaklega við svona aðstæður þar sem mikið er lagt í allt saman, hljóð og ljós og umhverfið og svona. Úff. Ég er búinn að ætla að fara á hvert einasta af þessum Dreamworld kvöldum sem hafa verið haldin á Broadway, en það er bara næstum enginn sem ég þekki sem fílar þessa tónlist jafn mikið og ég þannig að enginn nennir með mér. Dem. Hér með lýsi ég eftir einhverjum sem langar að koma með mér á Broadway og eiga rólega kvöldstund yfir rjúkandi kaffibolla við dúndrandi techno tónlist frá einhverjum snilldar plötusnúðum einhverstaðar úr Evrópu. =>8671186.
..:: magchen in techno action ::..

miðvikudagur, júní 04, 2003

Í fréttum er þetta helst


Ég horfi voða lítið á fréttir. Ég hef verið ásakaður af fjölskyldumeðlimum að ég fylgist ekki nógu vel með og sé ekki inní heimsmálunum og sé ekki nógu góður samfélagsþegn fyrir vikið. Ok, kannski ekki alveg með þessum orðum en það var ýjað að öllu þessu. Málið með fréttirnar er alveg eins og málið með mig og pólitík. Ég er bara búinn að mynda mér skoðun á þessu, og ég fíla þetta ekki. Fréttirnar endurspegla enganveginn þjóðfélagið eins og það er, eða lífið í heiminum í dag. Þær draga fram það versta á öllum vígstöðvum og spara ekki stóru orðin. Ef maður eyðir lífinu í að velta sér uppúr sora heimsins, hvað ávinnst þá? Ekkert. Maður græðir ekkert af því.

Ok, tvöhudruð manns dóu í Ísrael því að einhver heilaþveginn hálfviti sprengdi sig í loft upp á lestarstöð. Auðvitað er þetta hrikalegur og ömurlegur atburður en er ég betri maður fyrir vikið ef ég horfi á brennandi líkin í beinni útsendingu á CNN? Nei. Þetta er langt frá mér og mig langar ekki að heyra um þessa hluti. Fyrir utan að við fáum bara að heyra eina hlið málsins. Við erum mötuð á fréttum, sumt fáum við að vita og sumt ekki. Þeir sem fylgjast grant með "gangi mála í heiminum" í gegnum íslenskar fréttastofur eru svo gott sem engu nær. Lífið er ekki svo einfalt, maður gerir sér ekki einu sinni grein fyrir því hvað ritstjórar hafa mikil völd. Þeir ráða því sem við sjáum. Hvernig getum við mögulega myndað okkur rétta og vel ígrundaða skoðun á því sem er að gerast ef við heyrum bara eina hlið málsins?

Ef maður horfir á fréttirnar þá gæti maður farið að halda að það eina sem á sér stað í heiminum sé stríð og eymd og volæði. Fáir komast í fréttirnar ef þeir lifa lífinu vel og samviskusamlega og eru góðir við náungann. En því fleiri sem þú drepur því fleiri þekkja nafnið þitt. Það er sá raunveruleiki sem við búum við í dag. Þannig að fyrirgefðu ef ég sest ekki fyrir framan sjónvarpið klukkan sjö hvert kvöld til að horfa á nýjasta skammtinn af rjúkandi saklausu fólki sem lét lífið útaf einhverju sem ég gat ekkert gert að. Frekar langar mig að fara út og láta sem lífið sé gott, því ég trúi því. Og ef ég hef rangt fyrir mér, so be it. Ignorance is bliss.

mánudagur, júní 02, 2003

Somebody elses problem


Ef ég ætti hundraðkall fyrir hverja einustu krónu sem ég hef eytt um ævina þá væri ég ríkur. Annars er það að verða ríkur ekkert mikið mál fyrir mig, eða þú veist, ekki mikið forgangsatriði. Mig langar bara að eignast nægan pening til þess að þurfa ekki að hugsa um peninga. Ætli maður sé þá ekki orðinn ríkur. Mér finnst samt menn vera ríkastir (í alvöru) sem eiga fullt af börnum. Það er sko ríkidæmi. Ég hef allaf hugsað það þannig að ef maður eignast barn þá er það auðvitað erfitt að sumu leyti, en það er svo mikil hamingja að það vegur það algjörlega upp. Þú hittir ekkert foreldri sem segir, djöfull sé ég eftir því að hafa eignast þessa helvítis krakka maður, nema þá í algjörum (og heimskulegum) undantekninga tilvikum. Því álykta ég að það hljóti að vera það besta sem maður getur gert við lífið er að eignast fullt af krökkum og hafa þannig mikið líf og mikla hamingju í kringum sig.

En þetta með undantekninguna. Hvað er málið með orðatiltækið sem segir að undantekningin sanni regluna? Ég hugsaði það þannig um daginn að fyrst það sé til undantekning þá hljóti að hafa komið einhver regla fyrst og þannig sanni undantekningin regluna. Ég hef borið þetta undir nokkra en fáir virðast sammála mér. Samt gat enginn komið með betri skýringu og því held ég því ennþá fram að ég hafi rétt fyrir mér.

Ég á miða á Hróarskeldu en engan flugmiða. Jay. Þess vegna er ég ekki farinn að hlakka til ennþá, ég þori því ekki. Hvað ef ég kemst ekki? Ef allt fer á versta veg þá kaupi ég mér kakóbrúsa og syndi svo til Danmerkur. Það getur nú ekki verið svo lengi gert.

Ég var kominn á fremsta hlunn með að senda Stony McGee (Jómba) til Aþenu hið fyrsta þegar ég las Moggann í dag. Það er allt í fokki í sambandi við undirbúning Ólympíuleikanna og ég held þeir þurfi Stony til að redda þessu. Hann þyrfti ekki annað en að standa þarna nálægt og segja "Þetta reddast!" og þá myndi allt einhvernveginn á fáránlegan hátt bara reddast á síðustu stundu. Þetta gæti verið vinnan hans þangað til í ágúst 2004. Þá myndi þetta allt saman reddast, ég lofa því.
..:: o sole mio ::..