mánudagur, júní 02, 2003

Somebody elses problem


Ef ég ætti hundraðkall fyrir hverja einustu krónu sem ég hef eytt um ævina þá væri ég ríkur. Annars er það að verða ríkur ekkert mikið mál fyrir mig, eða þú veist, ekki mikið forgangsatriði. Mig langar bara að eignast nægan pening til þess að þurfa ekki að hugsa um peninga. Ætli maður sé þá ekki orðinn ríkur. Mér finnst samt menn vera ríkastir (í alvöru) sem eiga fullt af börnum. Það er sko ríkidæmi. Ég hef allaf hugsað það þannig að ef maður eignast barn þá er það auðvitað erfitt að sumu leyti, en það er svo mikil hamingja að það vegur það algjörlega upp. Þú hittir ekkert foreldri sem segir, djöfull sé ég eftir því að hafa eignast þessa helvítis krakka maður, nema þá í algjörum (og heimskulegum) undantekninga tilvikum. Því álykta ég að það hljóti að vera það besta sem maður getur gert við lífið er að eignast fullt af krökkum og hafa þannig mikið líf og mikla hamingju í kringum sig.

En þetta með undantekninguna. Hvað er málið með orðatiltækið sem segir að undantekningin sanni regluna? Ég hugsaði það þannig um daginn að fyrst það sé til undantekning þá hljóti að hafa komið einhver regla fyrst og þannig sanni undantekningin regluna. Ég hef borið þetta undir nokkra en fáir virðast sammála mér. Samt gat enginn komið með betri skýringu og því held ég því ennþá fram að ég hafi rétt fyrir mér.

Ég á miða á Hróarskeldu en engan flugmiða. Jay. Þess vegna er ég ekki farinn að hlakka til ennþá, ég þori því ekki. Hvað ef ég kemst ekki? Ef allt fer á versta veg þá kaupi ég mér kakóbrúsa og syndi svo til Danmerkur. Það getur nú ekki verið svo lengi gert.

Ég var kominn á fremsta hlunn með að senda Stony McGee (Jómba) til Aþenu hið fyrsta þegar ég las Moggann í dag. Það er allt í fokki í sambandi við undirbúning Ólympíuleikanna og ég held þeir þurfi Stony til að redda þessu. Hann þyrfti ekki annað en að standa þarna nálægt og segja "Þetta reddast!" og þá myndi allt einhvernveginn á fáránlegan hátt bara reddast á síðustu stundu. Þetta gæti verið vinnan hans þangað til í ágúst 2004. Þá myndi þetta allt saman reddast, ég lofa því.
..:: o sole mio ::..
blog comments powered by Disqus