
Ef þetta er ekki sæt mynd þá veit ég ekki hvað. Mig langar í kisu. Við áttum einu sinni kisu. Svo tók móðir mín sig til og myrti hana. Það var ekki skemmtileg upplifun. Ég var í mestu uppáhaldi hjá henni alla tíð og hún lá stundum ofan á sænginni minni þegar ég svaf. Líka gott að hafa gæludýr í húsinu þegar maður er einn heima, það er bara eitthvað þægilegt við það að vita af einni sál nálægt sér hvort sem það er manneskja eða köttur eða hundur eða ormur. Ok, kannski ekki ormur. En Tinnu var alltaf gott að hafa hjá sér, rólyndis köttur, matvönd með eindæmum og með mikinn persónuleika. En móðir mín sá ekki fegurðina í henni lengur þegar hún var farin að fæla burtu fólk sem hrúgaðist inn í fjölskylduna og tók því heilsu þeirra fram yfir Tinnu (sem by the way var búin að vera miklu lengur í fjölskyldunni heldur en þetta nýja fólk og ég þekkti hana mun betur líka). Tinna var því svæfð fyrir tveimur árum síðan ef ég man rétt og við höfum ekki eignast annað gæludýr síðan. En þegar maður sér svona myndir þá langar mann fátt meira en að hafa lítinn kettling í húsinu til að leika við og kúra með. En móðir sú sem tíðrætt hefur verið um í þessari færslu tekur það ekki í mál. Maður verður nú barasta að fara að drulla sér að heiman, burt úr harðræðinu, burt frá mæðrum sem myrða vini manns. Vill einhver taka mig að sér? "Karlmaður á barnsaldri leitar að samastað og uppihaldi, no questions asked. Ekkert í því fyrir þig, bara leiðindi og volæði." Ég held að þessi auglýsing myndi slá í gegn í Fréttablaðinu. Eða... nei. Mig langar í kött.
..:: catmandu ::..