þriðjudagur, maí 13, 2003

Óbærilegur léttleiki...


Engin leið er að prófa hvor ákvörðunin er sú rétta, því ekki er neitt til að miða við. Við upplifum allt nú þegar og óundirbúin. Rétt eins og leikari sem gengur inn á sviðið æfingarlaust. En hvers virði er lífið úr því að að fyrsta æfingin á lífinu er lífið sjálft? Þetta er ástæðan fyrir því að lífið er alltaf líkast skissu. En jafnvel orðið "skissa" er ekki rétt, því skissa er ætíð uppkast að einhverju öðru, undirbúningur undir málverk, en skissan líf okkar er hins vegar skissa að engu, uppkast án málverks.
Tómas endurtekur fyrir munni sér þýska málsháttinn: "einmal ist keinmal", einu sinni er aldrei, einu sinni er ekkert. Að lifa aðeins einu lífi er eins og að lifa alls ekki.


Ég er að lesa skáldsöguna Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera. Hún er virkilega góð og ég er að fíla hana í tætlur sérstaklega útaf svona pælingum eins og ég skrifaði upp hér fyrir ofan. Þetta er ástarsaga, ástarþríhyrningur (ferhyrningur, fimmhyrningur?) if you will, en inn á milli koma heimspekilegar pælingar og allskonar pælingar um heiminn. Það er mjög gaman að því öllu saman. Endilega finnið hana á næsta bókasafni og lesið hana mér til samlætis svo ég hafi einhvern til að spjalla við um hana! Kannski er einhver búinn að lesa hana sem les þetta blogg. Endilega kommentið!

Þá er maður byrjaður í vinnunni og "rútínan" byrjuð ef rútínu má kalla. Svona 2-2-3 kerfi er nú sosem ekki mikil rútína, frí inní miðri viku og unnið aðra hverja helgi, en þetta er skipulagt kaos. Ágætis vinna svosem (ég vinn við að eyðileggja töskuna þína þegar þú ferð til útlanda) en ég er búinn að komast að því að það sem þú vinnur við er aukaatriði. Með hvernig fólki þú vinnur er aðalatriðið. Ég er að reyna að gera það besta úr minni aðstöðu þótt ég hafi farið miður fögrum orðum um ýmsa sem ég var/er að vinna með þegar þeir heyrðu ekki til (vonandi les enginn þeirra þetta blogg!). Does "a human waste-bin" ring a bell? Vonandi ert þú í skemmtilegri sumarvinnu (eða bara vinnu!) með skemmtilegu fólki. Have a nice one.
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus