Human behavior
Ég þoli ekki þegar fólk verður fúlt útí mann og segir manni ekki af því. Hvernig á maður að geta leiðrétt misskilning eða afsakað gjörðir sínar ef maður veit ekki einu sinni af því að fólk sé eitthvað fúlt. Baktal og vesen er alveg óþolandi. Ég kynntist manneskju um daginn sem eipar alveg ef hún kemst að því að einhverjir voru að tala um hana. Þótt hún viti að það hafi ekki verið neitt slæmt sem væri verið að segja um hana, bara ef einhver er að tala um hana þá verður hún alveg móðursjúk og heldur að það sé eitthvað samsæri í gangi. Sú manneskja lenti að vísu í einelti þegar hún var yngri og þetta sýnir vel hvað einelti getur farið hrikalega illa með fólk. En það er ekki það sem ég er að tala um. Ég komst að því í dag að vinur minn sé eitthvað fúll útí mig og algjörlega á fáránlegum forsendum. Þetta er bara misskilningur sem þarf að leiðrétta, en ef fólk lætur ekki vita af svona hlutum geta þeir bara smitað útfrá sér. Speak your mind people.
Svona hlutir eru líka í gangi á fleiri vígstöðvum í mínu lífi. Ég nenni bara ekki að lifa lífinu með einhverja grímu eins og sumir gera. Lifa í lygi. Þá byrgist bara upp einhver reiði í fólki sem erfitt er að losna við. Hreinskilni er mikilvæg. Ég er ekki að tala um að maður eigi að segja allt sem maður hugsar, en ekki vera með einhverja uppgerð. Ekki smjaðra við fólk og snúa sér svo að næsta manni og drulla yfir þann sem þú varst að brosa til og jafnvel sleikja upp. Það veit aldrei á gott. Ég þekki líka manneskju sem hefur aldrei neitt gott að segja. Hún talar og talar og talar en alltaf um vandamál sín og annarra. Kannski lifir hún bara svona fáránlega erfiðu lífi, en það er hrikalega leiðinlegt að umgangast svona fólk sem aldrei hefur neitt jákvætt að segja. Megas sagði það best (þó ekki fyrstur manna): Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig!
..: m ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum