fimmtudagur, maí 29, 2003

K.O.


Smelltu hér til að sjá stelpuna! (eða svona næstum...)Djöfull sáum ég og Mulletinn góðan slag um helgina! Við vorum niðrí bæ á torginu með öllum sölubásunum (man ekkert hvað það heitir) og vorum að fá okkur að jéta, as you do. Allvega, við vorum bara þarna í hægðum okkar og sjáum við þá ekki fólk hópast í kringum einhverja vitleysinga. Við nottla komum úr Kebblaík og erum aldir upp við svona og máttum ekki missa af neinu og fórum þess vegna úr pulsubiðröðinni til að sjá slagsmálin. Og viti menn, þetta voru stelpur! Alveg snar klikkaðar stelpur og held ég einn strákur líka. Strákurinn var víst búinn að lemja eina stelpuna í klessu og hún var þarna hágrenjandi og blóð útum allt!! Fólk var takandi tillhlaup og sparkandi í mann og annan og oftast voru það stelpur. Þessi blóðuga var grenjandi og hrækjandi blóði á alla sem voru búnir að gera eitthvað. Maður vorkenndi henni nottla, hún var alblóðug aumingja stelpan og grátandi, en þetta voru samt góð slagsmál! Mulletinn gat nottla ekki annað en gantast svolítið og gekk hnarreistur kringum fólkið eins og hann væri á háum hælum og hélt höndunum uppi eins og hann héldi á svona spjaldi sem á stendur hvaða lota er að fara að byrja (þúst, eins og stelpurnar í bikíníunum í boxinu)!! Ég hélt ég myndi pissa í mig úr hlátri, þetta var ógeðslega fyndið. Annars þurfti ekki annað en að öskra uppyfir sig útí loftið "báááuu!!" til að við myndum deyja úr hlátri þetta kvöld! Þetta er einkahúmor dauðans, sem eins og allir vita er besti húmorinn. Þetta var amk snilldar bæjarferð þrátt fyrir að við værum bara tveir. Gaman að geta þess að það að við Mulletinn getum hangið tveir saman og látið eins og fávitar og skemmt okkur konunglega veit á gott því við förum líklegast saman í heimsreisu á næsta ári við þriðja mann! Það verður eflaust ekki leiðinlegt.
..:: mag ::..
blog comments powered by Disqus