sunnudagur, maí 04, 2003

Írskt SMS


Í gærkvöldi þáði ég bjór af framsóknarmönnum. Við fórum í bátsferð frá Grindavík á hvalaskoðunarbát og um borð var hljómsveit og bjór og fullir framsóknarmenn. Það var mjög gaman og ekki nærri eins erfitt og ég hafði búist við, þ.e. að vera á bát að drekka. Þegar maður er komin í glas er maður orðinn frekar valtur og í stað þess að bæta bara á veltuna þá fann maður voða lítið fyrir öldugangi því maður var valtur fyrir. Um borð datt mér í hug að senda vinkonu minni á Írlandi SMS, mér fannst bara eitthvað svo voða sniðugt við það, ég á bát á miðju norður atlantshafinu að senda vinkonu minni á Írlandi SMS! Eftir bátsferðina var svo haldið í Kef þar sem við tók frekar hefðbundið djamm. Paddys, Zetan og Duus. Ég hætti mér ekki inn á Casino heldur fór frekar snemma heim. Ég hef ekki enn komið inná Casino síðan síðasta sumar sælla minninga. :þ

Nú hefst næsta törn, síðasta prófið mitt er á miðvikudaginn og það verður gott að vera búinn. Úff hvað ég hlakka til. En af hverju samþykkti ég að byrja í vinnunni strax á föstudaginn? Ég meina þetta er kosningahelgi! Fullt af kosningavökum útum allan bæ! Jæja, ég græði þá bara peninga í staðinn. Skrítið samt hvað það er lítil huggun...
..:: bREaD ::..
blog comments powered by Disqus