
Ég fór uppí sumarbústað með ömmu og afa í dag og hjálpaði Gunna smið að byggja við bústaðinn. Það gekk mjög vel og var bara gaman, eitthvað sem ég bjóst sko ekki við. Það var geðsjúkt gott veður. Í hádeginu lagði ég mig uppí bústað, og ég get svo svarið það, það er eitthvað við þetta rúm! (fyrir þá sem þekkja til, neðra rúmið í herberginu vinstra megin!) Það er bara svaðalegt! Ef maður leggst í það þá kemst maður í þennan geggjaða blund-gír (ég er fyrsti maður í heiminum sem notar orðið blund-gír! ég fíla mig eins og Shakespeare!) og maður liggur bara í dái milli svefns og vöku í sona hálftíma. Svo vaknar maður endurnærður og reddí í hvað sem er! Helvíti gott. Þyrfti að ræna rúminu eða amk stela teppinu úr því og gá hvort þetta karma elti þessa hluti. Eru hlutir með karma? Eða eru það bara hurðir og menn? (hahahaha! kominn í smiða-brandarana á fullu maður!) Eigðu góðan dag. (úff hvað þetta er vond sletta maður).
..:: mr. smith goes to nappington ::..