föstudagur, maí 02, 2003

Sarcastic Green


Maus voru góðir. Mjög góðir meira að segja á köflum. Ég var semsagt á útgáfutónleikum Maus sem eru að fara að gefa út plötuna Musick eftir nokkra daga. Tónleikarnir voru á Gauknum í skítakulda og fámenni. Þrátt fyrir það tókst þeim að flytja lögin sín frábærlega og held ég að platan verði algjört brill. Mun rokkaðri og öflugri heldur en Maus á að sér að vera. Þeir eru semsagt búnir að leggja þetta ballöðu dæmi á hilluna og farnir að nauðga græjunum sínum enn betur og er ekkert nema gott um það að segja. Tóku líka nokkur gömul og góð og svei mér þá ef nýju lögin eru ekki bara miklu betri þótt maður hafi bara heyrt þau flest einu sinni (semsagt í kvöld). Lagið Life in a fishbowl sem er farið að spila reglulega á X-inu er bara svo æðislega flott að það er bara engu lagi líkt. Magchen mælir með Maus. Ég fékk líka loksins að sjá Dáðadrengi spila læv og voru þeir mjög skemmtilegir og með afar skemmtileg lög og gott prógramm bara. Góð sviðsframkoma og svona. Gaman að svona hressum gaurum. Einn þeirra er með mér í heimspekinni, Atli feiti. Ekki það að það komi neinu við sem ég var að segja. :þ
..:: max ::..
blog comments powered by Disqus