föstudagur, maí 30, 2003

Oh happy day!


Já það var gaman í dag. Ég vaknaði klukkan átta og skellti mér í bæinn með Goldeneye þar sem var tekin sundæfing í Kópavogi, geðveikt veður, bara heiðskýrt og læti. Skemmtileg æfing, og svo var auðvitað kíkt í heitapottinn og sólað sig smá áður en maður kom sér uppúr. Á heimleiðinni var að sjálfsögðu komið við í Kentökkí í Hafnarfirði og einn Tower Zinger Barbeque fékk að kenna á svengd minni og aðrir viðstaddir fengu sér að sjálfsögðu það sama! :)
Svo skelltum við okkur í Kef þar sem ég og Goldeneye og Cookie fórum í körfubolta alveg heillengi og það var nottla geggjað veður í Kef líka þannig að það var ekki leiðinlegt. Svo skelltum við okkur í Bláa Lónið og það var alveg svaðalega fínt. Stappað af fólki en samt ekki of mikið. Sundsysturnar kíktu með okkur, bara gaman að því. Auðvitað sólaði maður sig eins og mest maður mátti og kíkti á mannlífið (stelpurnar). Ég bið að heilsa stelpunni með flotta rassinn, erfitt að horfa á eitthvað annað maður, úff. :)
Eftir lónið fórum við svo út að borða í Keflavíkinni, að sjálfsögðu var það þjóðarréttur Íslendinga sem varð fyrir valinu, píddsa og kók. Þökkum LangBest kærlega fyrir. Svo slúttuðum við Goldeneye og Cookie deginum með því að taka tvo hringi á púttvellinum og ég endaði kvöldið með stæl. Ég var að brillera á seinni hringnum en klúðraði svo síðustu holunni og var ekki sáttur... Við skulum bara segja að pútterinn minn hafi látist. Útför verður gerð frá Keflavíkurkirkju á sunnudaginn klukkan 2.
Þetta var semsagt mjög skemmtilegur dagur, þakka Goldeneye og Cookie kærlega fyrir! :) Vonandi áttuð þið líka góðan dag, nógu gott var veðrið að minnsta kosti! Og svo vil ég að lokum bjóða Norsarana velkomna heim! Verðum að fara að halda partý (eins og við segjum alltaf en stöndum aldrei við...). Við bara verðum! En núna er ég alveg búinn eftir þennan annasama dag. Held ég fari og fylli baðið af AfterSun og liggji þar í klukkutíma áður en ég fer að sofa. Húðin mín er rauð, rauðari en hárið mitt, og þá er nú mikið sagt! Ég sé fram á að verða mjög brúnn og sætur í sumar! Gaman að því! :)
..:: james brown ::..
blog comments powered by Disqus