mánudagur, maí 19, 2003

Blank canvas


Mér finnst ég vita svo lítið. Ég er eins og óskrifað blað. Blank canvas. Mér finnst ég bara hafa verið að fæðast og að ég eigi allt eftir. Að lífið sé rétt að byrja. Þetta er bæði góð og slæm tilfinning. Góð að því leiti að ég get gert allt sem ég vill. Ég á svo mikið eftir og að öllum líkindum verður það gott líf og eitthvað sem ég get hugsað um þegar ég er orðinn gamall og verið ánægður með. Tilfinningin er slæm að því leiti að ég veit ekkert hvað ég vill og möguleikinn er alltaf fyrir hendi að eitthvað klikki. Að ég eigi eftir að sjá eftir einhverju, einhverri stórri ákvörðun. En í raun og veru eru engar rangar ákvarðanir. Maður þarf ekki að sjá eftir neinu, sama hversu heimskulegt eða misheppnað það var. Það er bara eitthvað sem er komið í reynslubankann og hluti af því sem gerir mann að þeirri persónu sem maður er. Af hverju er maður þá svona hræddur við þessar stóru ákvarðanir?

Ég er ekki eins og þeir sem segjast ekki sjá eftir neinu þegar þeir eru spurðir hvort það væri eitthvað sem þeir myndu vilja breyta um líf sitt. Ég sé eftir ýmsu, frekar sem ég hef ekki gert heldur en ég hef gert, en sú eftirsjá er tilgangslaus. Stundum hugsa ég fram í tímann, bara stutt, kannski nokkra daga, og segi "Vá hvað ég hlakka til þegar þessi dagur er kominn því þá verð ég búinn í prófum!" eða eitthvað álíka. Undanfarið hef ég gert meira af því að kunna meta stundina sem ég lifi í í ljósi þess sem ég hef hugsað áður. Í gær eða í síðustu viku eða jafnvel fyrir nokkrum árum. Hugsa um þegar ég var veikur hvað ég óskaði þess að vera það ekki og að ég myndi virkilega njóta þess þegar ég loksins kæmist á lappir aftur. Og það að njóta þess gerir mikið fyrir mann. Maður er þakklátur fyrir það sem maður hefur og þá virðast líka öll þau "vandamál" sem maður stendur frammi fyrir þá stundina vera svo smávægileg. Þegar maður lendir í óhappi, keyrir á eða eitthvað, þá hugsar maður kannski "Ég vildi að ég gæti skippað viku fram í tímann þegar þetta er löngu liðið og ég hættur að velta mér uppúr þessu" en hversu magir hugleiða það eftir viku hvað það er auðveldara að vera til þá stundina heldur en oft áður? Stundum þarf maður að stoppa aðeins og hugsa um hvað maður er í raun heppinn.

Kannski fór ég pínulítið útfyrir efnið sem ég var að tala um í byrjun... en þó ekki. Ég held nefnilega að í framtíðinni mun ég hugsa til baka og segja með sjálfum mér "Þegar ég var tvítugur gat ég gert hvað sem ég vildi og mér stóðu allar dyr opnar, og núna...". Það sem ég vill er góður endir á þessa setningu. Ég vill vera ánægður með val mitt og horfa ekki til baka með eftirsjá, eins tilgangslaust og það er. Ég vill ekki endilega vera bestur eða ríkastur eða eitthvað, heldur bara gera mitt besta. Og ætli svarið sé ekki að hvað sem ég geri það er mitt besta. Ég hefði ekki getað gert það neitt öðruvísi þegar það er liðið, og þess vegna ætti ég að hætta að velta mér uppúr svona spurningum og lifa bara lífinu. Hitt kemur að sjálfu sér! Læra að elska spurningarnar stóð einhverstaðar. Það er nú hægara sagt en gert. Maður getur ekki annað en reynt og vonað það besta.
..:: blanky ::..
blog comments powered by Disqus