ÉG ER BÚINN Í PRÓFUM!!!!!!!
...mér til ómældrar ánægju og öðrum til mæðu. Þið sem ekki eruð búin í prófum.... gott á ykkur. Þið eigið skilið að sitja sveitt yfir bókunum. Þið eigið skilið að hafa samviskubit yfir hvað þið hafið lært lítið. Þið eigið skilið að missa af kosningadjamminu. Þið eigið skilið að þurfa að hanga inni að læra fyrir ógeðsleg próf þegar sólin úti skín og fuglarnir syngja í trjánum og allir aðrir í heiminum aðrir en þið eru úti að spóka sig og borða ís. Þið eigið skilið að kvíða fyrir prófunum og þá sérstaklega rétt fyrir próf og sitja svo sveitt í marga klukkutíma og bisa við að hripa sem mest niður á allt of stuttum tíma sem þið fáið. Þið eigið skilið að koma grátandi útúr prófunum því þið lærðuð ekki nógu vel og henguð bara á netinu þegar þið áttuð að vera að læra. En þetta tekur allt enda. Til ykkar sem eruð búin óska ég góðs sumars og vonandi fáið þið æðislegar einkunnir og getið eytt dögunum í sæluvímu yfir að vera búin! Við sjáumst svo á kosningadjamminu! ;)
Það kom upp skemmtileg pæling í gær. Ætli þeir sem telja sig vera æðri öðrum, t.d. kóngafólk og forsetar og svona, jafnvel bara mjög ríkt fólk, skammist sín fyrir að þurfa að kúka? Ég held að svoleiðis fólk vilji ekki viðurkenna að það þurfi að kúka eins og almúginn. Það gerir það nú samt. En til þess að bæta nú upp fyrir það að þetta fólk þurfi að kúka þá kúka þau í gullklósett. Hafiði tekið eftir því hvað það er rosalega mikið lagt í baðherbergin hjá ríku fólki? Það er svo það geti litið í kringum sig þegar það kúkar og hugsað "jæja, ég kúka eins og almúginn en ég get amk gert það með stæl í marmaraklósettið mitt sjö milljón króna baðherbergisinrrétinguna!" Svo mörg voru þau orð.
..:: max ::..
Halló heimur!
Fyrir 2 árum