Ég er búinn að skipta um vakt í vinnunni... meira að segja áður en ég byrjaði! Sem þýðir aðeins eitt... ég ætla að takaða tvöfalt um helgina!!! JAY! Þetta er algjör snilld, það ættu að vera kosningar á hverju ári. Maður fær sér bara svona bréfatætara sem maður getur fest á bréfalúguna sína og þá þarf maður ekki að sortéra ruslpóstinn, því þessa dagana er ALLT ruslpóstur. Ég hendi þessu öllu um leið, meira að segja frá flokknum sem ég styð (ok ég glugga fyrst í það) því maður er búinn að heyra þetta allt saman áður! Ég er búinn að heyra stefnumál flokkanna og mynda mér skoðun, og löngu búinn að fá leið á þessu. Ef við gætum sleppt öllu þessu veseni þá er ekkert því til fyrirstöðu að hafa kosningar á hverju ári og þá myndu flokkarnir keppast við að skemmta manni og gefa manni bjór oftar...

Ég held ég hafi aldrei bloggað um þetta mál áður af einhverju viti, en það er mjög ofarlega í huga mér. Enda blogga ég ekki um hvað sem er. Ef þú lesandi góður heldur að þú sért að lesa um allt sem er að gerast í mínu lífi og að ég tali nú ekki um í mínum haus þá skjátlast þér. Það er svo ótrúlega margt sem ég hugsa sem ég skrifa ekki um og mjög margt sem ég lendi í (belive it or not) sem ég minnist ekki einu orði á. Ekki misskilja mig með þessa færslu, ég var ekkert að röfla eða væla, bara að segja það sem ég er að hugsa svo að þú vitir eitthvað um mig. Hvort sem þig langaði til þess eða ekki (híhíhí). Og btw ég var ekki að tala um neina ákveðna stelpu (get alveg séð fyrir mér smá misskilning þar) heldur einhverja sem á enn eftir að finna mig (því ég er búinn að svipast um og ég sé hana hvergi). Má maður ekki vera pínu væminn stundum? Ekki kommenta á þessa færslu.
..:: just me ::..