laugardagur, maí 17, 2003

Er ég skrímsli...?


"Að dómi Sabínu er því aðeins hægt að lifa í sannleika, að ljúga hvorki að sjálfum sér né öðrum, að maður sé laus við áhorfendur. Um leiða og við höfum vitni að því sem við gerum, semjum við okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, að augnaráði þess sem á okkur horfir og ekkert verður satt sem við gerum. Það að hafa áhorfendur, að hugsa sér áhorfendur, er að lifa í lygi. Sabína fyrirlítur þær bókmenntir þar sem höfundurinn skýrir frá einkalífi sínu og vina sinna. Sá sem glatar einkalífi sínu á ekkert eftir að dómi Sabínu. Og sá sem lætur það af hendi af fúsum og frjálsum vilja er skrímsli."

Sabína hefði örugglega ekki verið mjög hlynnt bloggum það get ég sagt ykkur. Lifi ég í lygi? Er ég skrímsli?! Það er alveg þess virði að velta því fyrir sér held ég. Þetta var brot úr Óbærilegum léttleika tilverunnar sem ég er ennþá að lesa (en alveg að verða búinn með). Ýmislegt sem ég fíla mikið í þeirri bók. Ýmsar pælingar. Næst les ég örugglega Eva Luna eftir Isabel Allende. Móðir mín talaði svo ákaflega vel um hana að ég held ég geti ekki annað en lesið hana. Einhver sem getur mælt með henni eða jafnvel rakkað hana niður? Ég er opinn fyrir öllu. Ég ætla að reyna að lesa margar bækur í sumar. Hef ekki verið nóg duglegur við það undanfarin... ár.

Margar pælingar voru líka í Matrix Revolutions sem ég sá í gær. Næstum of margar. En þetta var mjög skemmtileg og ótrúlega flott mynd. Hasarmynd í hæsta gæðaflokki. Ég gapti amk yfir mörgum atriðum og þótt mörgum hafi þótt að þeir færu yfir strikið þá fannst mér það allt í lagi því það var viðbúið. Myndin er ekki gallalaus, en hún er virkilega góð og úrvals skemmtun. Þrjár og hálf stjarna af fjórum. Tæknibrellurnar eru bara svoooo flottar. Mæli með því að þið sjáið hana í bíó því annars næst fílingurinn ekki nærri eins vel. Og að horfa á The Matrix á undan er sniðugt því þessi mynd byrjar um leið og maður er kannski ekki alveg nógu vel inní þessu ef það er langt síðan maður sá fyrstu myndina. Annars stefnir allt í mjög rólegt laugardagskvöld hjá mér. Vinnuhelgi og svona. Sem þýðir að ég þarf að vakna kl. fimm (þegar vinirnir og flestir aðrir eru ennþá að djamma!! Dem.) En næsta helgi, Júróvisjónhelgi, verður svakaleg! Ég veit nú ekki alveg hvað verður haft fyrir stafni en það verður djammað ég get sko lofað ykkur því! Jay!
..:: maggggg ::..
blog comments powered by Disqus