föstudagur, maí 02, 2003

Föstudagur...?


Það er ekkert föstudagslegt við þennan dag. Ég fékk ekki pídsu í kvöldmatinn, ég er ekki á leiðinni út á djammið, og það er próf hjá mér á morgun!!! Úff hvað ég er illa undirbúinn fyrir þetta próf. Það er rosalega lítið efni sem við tökum fyrir þetta próf og það er ansi góð ástæða fyrir því. Bókin sem er til prófs er sú leiðinlegasta, þurrasta og óskiljanlegasta sem skrifuð hefur verið! Mér er skapi næst að fara og skeina mér með henni! (úff... ljót mental image þarna mar, sorry). Hún var fyrst gefin út árið 1783 af leiðinlegum gaur sem heitir Immanuel Kant og nægir það ekki til að þú skiljir hversu leiðinleg hún er. Hún... arg!!! Ég hata þessa bók! Og ég er ekki einu sinni búinn að lesa helminginn af henni. Ég meika það bara ekki. Sorry, en mér er nokkurnvegin alveg sama um þetta fag þannig að ég nenni ekki að lesa meir. Ég fell þá bara. (ég er að tala eins og ég sé búinn að vera ýkt duglegur, frekar misleading). Allavega, vonandi átt/áttir þú jafn ömurlegt föstudagskvöld og ég. Misery loves company! :þ
..:: i-hate-kant-so much.com ::..
blog comments powered by Disqus