föstudagur, maí 23, 2003

Open your heart


Júróvisjón er á næsta leiti (duh) og ég man bara ekki eftir öðru eins umstangi. Annað hvert orð sem maður heyrir er Júróvisjón og hitt orðið sem kemur inn á milli er iðulega Birgitta. En þrátt fyrir öll lætin þá fer þetta alls ekki í taugarnar á mér. Þvert á móti finnst mér frábært hvað Íslendingar eru rosalega mikið 'hype' fólk. Svona hlutir sem koma upp og eiga hug og hjörtu þjóðarinnar allrar í smá tíma. Þá er ég ekki að tala um þegar klámmyndastjarna (ron jeremy) eða fávitar (jackass) koma til landsins og varla er talað um annað, heldur eins og þegar handboltaliðinu gengur vel eða allir halda að við vinnum Júróvisjón! Að vísu held ég að flestir átti sig á því að það eru hverfandi líkur á því að við vinnum en finnst gaman að halda því fram vegna þessa gríðarlega áhuga sem þjóðin hefur á þessari keppni. Uppáhalds hobbý þjóðarinnar er að sameinast um að elska eitthvað svona mikið, og auðvitað er eðlilegt að það myndist smá svona love/hate samband í bland. Fólk fær nóg af þessu og auðvitað er það skiljanlegt. En ég mun horfa á imbann á morgun eins og flestir og hlægja að hallærislegu þjóðunum og dást að því hvað við Íslendingar stöndum okkur alltaf vel. Ég spái fimmta sætinu og tel það þó bjartsýnisspá. Ég held að við megum alveg vera sátt við hvaða sæti sem er ofan við 10. sætið. (eða ofan við 16. sætið??) Ef þú ert ekki enn búin/n að skoða bloggsíðu Gísla Marteins og Loga Bergmanns þá legg ég til að þú gerir það því hún er ákaflega skemmtileg. Hún er hér.

Ég fór uppí bústað í dag og gerði mest lítið nema liggja í sólbaði. Eins og rauðhærðum sæmir brann ég vel og stend því vel undir nafni síðunnar sem raunamæddur rauðhærður einstaklingur. Nei nei, þetta er nú ekki svo slæmt, fínt að fá smá lit þegar rauði liturinn dofnar (eftir svona hálft til eitt ár). Ég ætla samt að hrista af mér allan kláða með því að fá mér strumpameðal (áfengi) og skella mér í höfuðstaðinn að leita að stemmningu. Eflaust finn ég hana, því ef hún finnst ekki þá er ég þekktur fyrir að búa hana bara til úr engu! (nema strumpameðali og góðu skapi, stundum of góðu!)
..:: haukdal? ::..
blog comments powered by Disqus