föstudagur, maí 16, 2003

surprize...


Ég gat auðvitað ekki annað en horft á lokaþáttinn af The Batchelorette fyrst ég festist í þeim næstsíðasta (hey kommon, ég verð að hafa afsökun!). Og viti menn! Nei! Menn viti ekki, því hún valdi ekki gaurinn sem ég var viss um eftir síðasta þátt að hún myndi velja. Hún valdi semsagt gaurinn sem var líkari mér so all hope is not lost! Ok, ég er ekki tall, dark and handsome (actually none of the above), en ég er þessi týpa sem er erfiðara að kynnast því ég er rólegur (sona yfirleitt amk) og frekar þessi rólega rómantíska týpa frekar en þessi outgoing karakter. (vá ég er farinn að hljóma eins og einkamálaauglýsing! kíkið í moggann í næstu viku, síðu 3! híhíhí.)

Ég fékk lag með Avril Lavigne (?) á heilann og það svo svakalega að ég er að downloda því! (ég er farinn að skammast mín fyrir þessa færslu). Ég verð semsagt að downloda því og nauðga því svo ég nái því útúr hausnum á mér. Annars er tónlistin hennar alls ekki svo slæm og ég er á hraðri leið með því að komast í þann stóra hóp stráka sem finnst hún super-fly-hot. Sá bara ekki hvað allir sáu við hana fyrst en eftir að hafa séð myndbandið nokkrum sinnum við lagið sem ég fékk á heilann (i'm with you) þá fór ég að sjá það. Hvað er hún annars gömul? 16? 17? (skamm skamm Maggi.)

Mér finnst að allir sem lesa þetta eigi að taka þátt í könnuninni minni. Það er eiginlega skammarlegt hvað það taka fáir þátt í þessum könnunum hjá mér miðað við fjölda heimsókna á síðuna. Kannski ætti ég bara að hætta þessu, take a hint for once. Kannski ætti ég bara að gefa móðurmálið upp á bátinn!! (ég var að fatta hvað ég er búinn að sletta mikið á english í þessari færslu!) En í sambandi við þessi demparamál, þá er dempari það sem þú gerir til að það skvettist ekki vatn úr klósettinu þegar þú hefur hægðir! Mjög vital upplýsingar.

Orð dagsins: SLAG!
..:: mags ::..
blog comments powered by Disqus