fimmtudagur, maí 01, 2003

Snar


Það kom svolítið magnað fyrir mig áðan. Ég var í skeitparkinu hér í bæ (ég veit ekki hvort fólk veit hvar hann er eða vissi almennt að það væri skeitpark hér í bæ en ég ætla ekki að láta það trufla þessa æsilegu sögu sem þú ert að fara að lesa....) og var þar með nokkrum strákum. Við höfðum komið úr bíó og farið og tekið nokkra rúnta. Þegar við sáum að það var ljós í skeitparkinum þá ákváðum við að banka uppá og heilsa uppá strákana. Þeir voru bara þarna inni að skeita og svona. Ég og Mr. Timberlake stóðum og töluðum saman og horfðum á strákana skeita svolítið. Mr. Timberlake sagði mér sögu úr vinnunni sinni, hann sagði að þegar það væri ekkert að gera þá leiddist honum mjög mikið og að þá væri hann bara að stara útí loftið því þá væri enginn þarna sem hann gæti talað við því hann er bara að vinna fyrir einhvern gamlan kall sem er að byggja hótel eða eitthvað. Ég þekki líka gamlan kall, hann er afi minn. Hann á heima útá landi og einu sinni var hann allur í að hnýta flugur. Svona flugur sem maður notar í stangveiði skiluru. Ég get nú varla ímyndað mér neitt leiðinlegra sko. Bara að sitja og hnýta flugur... og hnýta svo aðeins meira... og svo leggja sig eða hlusta á útvarpið eða eitthvað. Svo kallar amma kannski "það er kominn matur!" en afi má ekkert vera að því að fara að borða. Hann vantaði einn þráð til að klára að hnýta þessa flugu. Og svo var hann að hlusta á svo skemmtilegan þátt í útvarpinu. Hann eyðir næstu fjórum og hálfri mínútu í að klára að hlusta á þáttinn á meðan amma borðar ein útí eldhúsi. Svo stendur afi upp og labbar útí bíl til að fara útí búð og kaupa þráðinn sem hann vantaði til að klára að hnýta fluguna. Hann notar svo bílskúrshurðaopnarann til að opna bílskúrshurðina og bakka svo bílnum út. Hann rifjar upp hvað hann var þakklátur fyrir að Helgi nennti að setja upp þennan opnara fyrir hann því hurðin var orðin heldur þung fyrir hann til að lyfta henni oft á dag. Það var mjög góður dagur og Ásta var þarna líka. En núna er Helgi með Ástu á skíðum á Ítalíu og afi hugsar um hvort þau séu ekki að skemmta sér vel. Á því augnabliki er Helgi að hugsa heim því hann er með heimþrá. Hann liggur á spítala úti á Ítalíu á meðan Ásta er á skíðum og rennir sér niður stóru brekkuna aftur og aftur og aftur. Hann fótbrotnaði nefnilega á fyrsta degi í ferðinni. Hann liggur í sjúkrarúminu og bíður eftir hjúkrunarkonunni. Hann var löngu búinn að ýta á takkann til að fá hana inn til sín því hann langaði í vatn að drekka. En hjúkrunarkonan kemur bara ekki, þannig að Helgi liggur bara og horfir útí loftið. Sjónvarpið í herberginu er bilað þannig að hann getur ekkert horft á sjónvarpið. Allar útvarpsstöðvarnar eru á ítölsku þannig að hann skilur ekki neitt og þær spila leiðinlega músík. Hann er einn í herbergi þannig að hann hefur engan til að tala við. Það er dregið fyrir gluggann þannig að hann getur ekki horft út, en það er líka vont veður núna. Hann hugsar með sér að Ásta geti ekkert skíðað í þessu veðri og vonar að hún komi í heimsókn til sín. En hún kemur ekki og hann bíður því bara áfram eftir húkrunarkonunni svo hann fái nú vatn því hann er svo þyrstur. Hann horfir bara á vegginn. Veggurinn er hvítur og hann sér að hann er illa málaður. Hann vann nefnilega eitt sumar við að mála hjá Hákoni mági sínum. Hann horfir á vegginn og fer að dotta. Hann hrekkur upp við að hann er farinn að dreyma! Hann man ekki hvað hann var að dreyma. Svo horfir hann áfram á vegginn í þrjár mínútur og nær þá að sofna. Hann fer að dreyma. Hann dreymir um þegar hann var lítill strákur í sveitinni. Hann fékk stundum að hlaupa úti á túni með boltann sinn, en flesta daga þurfti hann að hjálpa til með verkin á bænum. Nú situr hann bara inní eldhúsi með smáköku og mjólk og húsfreyjan er að hlusta á útvarpið. Þulurinn í útvarpinu er að taka við tal við mann sem hafði átt kúna sem mjólkaði óvenju mikið á Egilsstöðum. Þetta var ekkert venjuleg kú. Hún mjólkaði rosalega mikið. Þegar kallinn sem sækir mjólkina kom að sækja mjólkina einn daginn þá sagði hann við bóndann "Ertu kominn með fleiri kýr kallinn?" en bóndinn svaraði að bragði "Nei, hún Silla mín mjólkar bara svo rosalega vel þessa dagana!" en kýrin hér einmitt Silla í höfuðið á látinni eiginkonu bóndans. Honum þótti hún alltaf hafa sama augnaráðið eins og látin eiginkona hans og skýrði hana því Sillu til minningar um hana. Eitt sinn þegar lítil stúlka kom í heimsókn til hans og bað um að fá að kíkja inn í fjós til að klappa Baulu, en það hét beljan áður en hann breytti nafninu, en þá sagðin bóndinn "Tjah, hún Baula heitir núna Silla!" Þá glotti litla stelpan við tönn og bóndinn sá að hún var með eina gulltönn í efri gómi. Þannig var nú það að hún hafði verið á hjólabretti frænda síns og dottið svona illa á ostaskerann á heimilinu að framtönnin brotnaði í átján mola. Litla stelpan heimtaði að sett yrði skíragull í staðinn fyrir tönnina og var því hlýtt eftir að hún hafði bitið framan af tveimur puttum á eina tannlækninum á Húsavík, en þaðan var stelpan. Tannlæknirinn fékk örorkubætur fyrir þetta en varð að hætta sem tannlæknir og því dugðu örorkubæturnar ekki. Konan hans fór því frá honum og tók frá honum öll börnin og báða kettina, en hann sat eftir með sárt ennið og hundinn og átta putta og tvo hálfa. Hundurinn var einmitt með flær og því fór hann með hundinn til dýralæknis. Á leðinni til dýralæknisins var honum litið inn á rakarastofuna í bænum og þar sá hann tvo menn að sópa gólfið. Hann hugsaði með sér að það væri nú skrítið að það þyrfti tvo menn til að sópa gólfið á rakarastofunni. Þegar hann kom til dýralæknisins var enginn laus stóll í biðstöfunni.
..:: magchen ::..
blog comments powered by Disqus