þriðjudagur, maí 06, 2003

Vá hvað mig langar í básatilboð...


Og vá hvað það er erfitt að vera í prófum! Ég er búinn að taka tvö próf og hef beilað að læra fyrir þau bæði. Ég lærði eitthvað, nóg til að ég nái þeim alveg, en ég las ekki einu sinni allt efnið yfir einu sinni fyrir próf! Kannski helminginn... ef það! Og það er ekki eins og ég hafi lesið efnið um önnina... Semsagt ég fór í gegnum alla áfangana (leyfi ég mér að fullyrða) án þess að lesa allt efnið einu sinni yfir! Þetta er ekki líkt mér og satt að segja hélt ég að það væri ekki svona auðvelt í H-skólanum. Kannski er þetta bara deildin sem ég er í. Pældíðí, ég er að fá fimm einingar fyrir hvern kúrs, semsagt fimmtán einingar í það heila, og ég er ekki búinn að gera neitt í allan vetur! Mæta í skólann tvisvar í viku og.... That's it! Jobu Kretz mætti ekki einu sinni í skólann (hvað þá las heima) og hann á eftir að ná þessu líka að öllum líkindum! Þannig að ef þig langar í fáránlega auðveldar einingar í H-skóla þá ferðu beinustu leið í heimspeki í HÍ. Síðasta prófið verður erfiðara en hin tvö og því þarf ég að taka mig vel á á morgun. Shit maður. Þetta verður allt búið á miðvikudaginn... þetta verður allt búið á miðvikudaginn... þetta er mantran mín þessa dagana. SJENSINN að ég meiki að fara aftur í H-skólann næsta haust. Fokkit! Ég er farinn í heimsreisu! Góða nótt!
..:: whoa ::..
blog comments powered by Disqus