fimmtudagur, maí 22, 2003

The Truth Is Out There...


Lífið gengur sinn vanagang. Ég er enn fastur í hausnum á mér, fastur í heimi alvarlegra, ekki svo alvarlegra, heimskulegra, skemmtilegra og fáránlegra pælinga og allt þar á milli. Ég sé ekki fram á náðun í bráð þannig að hér verð ég að dúsa og hugsa minn gang. Þó finnst mér eins og ég sé að bíða eftir vitrun. Ég fékk eina slíka um daginn í mjög merkilegu partýi en sú hafði ekki mjög mikil áhrif á líf mitt og því var þetta svona eftirá litið einungis minniháttar vitrun. Ég finn það samt að ég er á barmi mikillar uppgötvunar. Ekki fyrir heiminn, ekki einu sinni fyrir Ísland og ekki einu sinni fyrir fólkið sem neyðist til að umgangast mig og mínar pælingar dag frá degi. Einungis fyrir mig. Hvernig ég ætla að lifa lífinu. Ég held það kallist að verða fullorðinn. Bara svona einn daginn, bam! Og þá veit ég það. Ekki endilega eitthvað sem ég get komið í orð heldur bara eitthvað sem ég veit. Bara svona, já auðvitað! Svona virkar þá heimurinn og ég. Eða kannski er ég bara að verða geðveikur. Ah, hverjum er ekki sama. Ignorance is bliss.
..:: who? ::..
blog comments powered by Disqus