laugardagur, maí 10, 2003

Framsóknarfár


Það var hörku gaman á ballinu með Írafár í Stapa í gær. Framsóknarmenn héldu þetta ball og eiga hrós skilið fyrir. Ég kíkti niður í bæ fyrr um kvöldið og sá Botnleðju hressa aðeins upp Samfylkingarfólk og fleiri og var það fínt. Svo var sötraður bjór í boði Heimis (ungra sjálfstæðismanna) þannig að maður er ekki bundinn við einn flokk þegar kemur að svona hlutum sko! Hvað með það þótt það birtist mynd af manni í bæjarblöðunum þar sem maður segist styðja Framsókn? Maður verður samt að halda opnum hug... Merkilegt samt hvað margir sáu þessa mynd og þurftu endilega að segja mér það. Enn merkilegra er þó að það sé ekki hægt að smella af mynd þegar maður er svona nokkurnvegin eðlilegur í framan! Og ekki bara þarna heldur svona yfir höfuð gengur það frekar brösulega hjá myndasmiðum sem langar að festa mig á filmu að ná rétta svipnum. Er ég kannski bara svona asnalegur í framan? Ég er amk ekki óheppnasti maður í heimi í þessum efnum heldur er það vinur minn og hér þarf sko ekki að nefna nein nöfn.

Í kvöld verður svo beilað á kosningavökunni, í það minnsta svona fyrst um kvöldið, kannski nær maður í skottið á henni um nóttina. Ég er nefnilega að fara í bæinn með vinunum þar sem verður trallað afskaplega mikið og það er svo margt á dagskrá að ég get bara ómögulega misst af þessu! Mig langar mikið að sjá kosningavökuna því hún verður örugglega mjög skemmtileg þar sem enginn getur séð fyrir hvernig þetta verður, en það sem verður í gangi í bænum verður vonandi og eflaust miklu skemmtilegra! Jæja, maður þar víst að fara að kjósa. Og mundu, ég verð einn inní kjörklefanum!! Hvað er málið með þetta komment frá hausum flokkana? Manni er ekki ætlað að skilja allt.
..:: magchen in action ::..
blog comments powered by Disqus