fimmtudagur, maí 01, 2003

X-men 2


Eins og kom fram í þessari afar skemmtilegu færslu hér að neðan (sem var btw skrifuð í nótt við afar erfiðar aðstæður) þá fórum við nokkir vinirnir saman í bíó. Við sáum myndina x men tveir sem er bara hin ágætasta mynd verð ég nú að segja. Meira að segja bara þrusu góð að flestu leyti. Ég sá ekki fyrri myndina (held ég ég hafi ákveðið fyrirfram að hún væri leiðinleg) þannig að ég get ekki borið þær saman, en ég var búinn að heyra að þessi væri mun betri hún hefur fengið þrusu góða dóma og átti þetta kannski þátt í því að ég ákvað að skella mér. Þetta er mjög góð mynd uppá allan hasar að gera og sem ofurhetju mynd er hún bara mjög góð líka. Þannig að ef þú heldur að þú hafir gaman af henni þá hefuru það eflaust, en ef þú heldur að hún sé ömurleg þá á hún eftir að koma þér á óvart ef þú sérð hana samt. Hún fær þrjár af fjórum stjörnum hjá mér og er það mjög vel af sér vikið á mínum skala miðað við gerð myndarinnar. Á undan myndinni var sýndur trailer úr Matrix 2 og held ég að hún verði all svakalega góð. Þeim tókst allavega að gera svaðalega góðan trailer úr henni og kitlaði hann afskaplega því mann þyrsti í meira þegar trailerinn var búinn.
..:: maghcen ::..
blog comments powered by Disqus