laugardagur, nóvember 30, 2002

Jæja, þá er maður kominn heim. Það var bara helvíti gaman í gær. Ég og Þolli fórum í bæinn og enduðum auðvitað á KFC þar sem gerðust undur og stórmerki! Ég fékk mér Tower Zinger Barbeque borgara, þann stærsta sem ég hef nokkurn tíman fengið, og ég náði ekki að klára hann! Skildi eftir einn bita. Það lýsir stærð borgarans kanski best að bara kjötið var svo stórt að ég koma því ekki upp í mig! Hann var svaðalegur!
En svo kíktum við á Einar Frey og sötruðum þar bjór. Fórum svo í partý til Unnar Olsen og Erlu Knudsen. Það var helvíti fínt, slatti af fólki sem ég þekki og svona. Fórum svo niður í bæ þar sem við flökkuðum milli Sólon og Nellýs (þess má geta að ég valdi ekki þessa staði enda eru þeir af hinu illa) og skemmtum okkur barasta ágætlega. Röltum svo aftur í íbúðina þar sem bróðurparturinn af partýinu sofnaði og svaf til hádegis. Þá voru pantaðar pítsur af dómínós sem af einhverjum ástæðum voru súrar en liðið hrúgaði í sig pítsunum samt. Svo fórum ég og Þolli í Smáralind þar sem var fullt af fólki (í fyrsta sinn svo ég viti til) og auðvitað kíktum við á KFC. Þar gerðust aftur undur og stórmerki því að í skömm minni að hafa ekki klárað borgarann í gær þá fékk ég mér ekki TZB-borgara!!! Prófaði Twister í staðinn og hann var fínn. Í kvöld er svo málið að kíkja í tvö ammæli og verður það vonandi svaka fjör.
..:: out ::..

föstudagur, nóvember 29, 2002

Ég frétti af bjórkvöldi hjá FS áðan og auðvitað þýddi ekkert annað en að skella sér. Alltaf gaman að sjá gömul og kunnugleg andlit á djamminu, þótt ekki hafi verið mikið af fólki. Gangstas without a face héldu uppi ágætis stuði, smá svona forskot á helgina. Og það eru fréttir af helginni komandi! Mér var boðið í partý í bænum á morgun þar sem verður fullt af skemmtilegu (kven)fólki sem ég þekki þannig að það ætti að verða andskoti gaman. Þar með er kominn grunnur að fyrstu djamm-helgi minni í alllt of langan tíma! Á laugardag verður svo sitthvað gert sér til dundurs og kemur það allt í ljós með tíð og tíma hvað það verður. En klukkan er næstum hálf þrjú og tími til kominn að fara að sofa ef maður ætlar að vakna og sjá nýjasta aðalinn dimmitera á sal! Það er alltaf gaman, sérstaklega þegar maður var að gera þetta sjálfur! Döfull var það ógeðslega misheppnað og æðislegt þegar ég útskrifaðist! Það kvöld og dagur mun lengi lifa í minningunni.
..:: likes 2 party ::..

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Ný keppni er hafin milli mín og Kristins. Ef þú lest lengra verður ekki aftur snúið. Þá ertu strax orðinn virkur þáttakandi í illkvittnum vélabrögðum okkar og losnar seint undann þeirri ábyrgð sem á þeim hvíla sem hætta sér lengra...

Blogg nefnist nýtt æði sem hefur tröllriðið landsmönnum undanfarin misseri. Er það á fárra vitorði hvaðan þetta merka fyrirbæri kemur, en á rölti mínu gegnum fornbókabúð eina í höfuðborg þessa skrítna lands varð ég margs vísari um fyrirbærið. Ég var að svipast um eftir gömlum kortum af Íslandi þegar lítil rykug bók féll fyrir fætur mér af einu borðanna í búðinni. Ég tók hana upp og opnaði varlega því hún virtist viðkvæm, en í henni stóð ekkert. Þó var eins og hún hefði verið lesin oft því hún var þvæld, en samt óskemmd. Þegar ég gáði betur á forsíðuna gat ég séð greypt í leðukápuna í einu horninu, " BLOGG ".
Ég kallaði á skrögginn sem átti búðina og spurði hvað gripurinn kostaði. Hann sagðist ekkert kannast við hana og sagði að ég mætti eiga hana ef ég vildi. Ég var orðinn mjög forvitinn, en gat ekki hugsað mér að hirða af gamla kallinum bókina, hann hafði eflaust bara gleymt að hann ætti hana til. Flest í búðinni leit út fyrir að hafa ekki verið hreyft í mörg ár. Því borgaði ég honum þúsund krónur og dreif mig út í þokuna.
Þegar heim var komið opnaði ég bókina aftur og var bókin þá alls ekki tóm. Þvert á móti var hún stútfull af texta, mjög gömlu letri og var hún öll handskrifuð. Sum orðin voru vart læsileg en þó gat ég skilið innihaldið nokkurn vegin. Þar var sagt frá listformi nokkru, svokölluðu bloggi. Fyrir um níu hundruðum ára var bóndi nokkur á austfjörðum í talsverðum vandræðum með lífið. Heimilisfólkið hegðaði sér undarlega, uppskeran var rýr, kýrnar mjólkuðu lítið og sjálfur var hann allur hinn undarlegasti, hálf veikur alla daga. Allt þetta hrjáði mjög huga hans, og fann hann ekkert sem létt gæti þessum álögum. Lítið dugði að tala við fjölskylduna því allir virtust uppteknir eða annars hugar og sömuleiðis starfsfólkið. Hóf hann því að rista rúnir á trjábút nokkurn sem hann fann og var tilvalinn til skrifta.
Hann hripaði fyrst nokkur tákn, sagði frá vandamálum sínum og hvað angraði hann, en fyrr en varði var hann farinn að sökkva sér ofan í djúpar pælingar um lífið og tilveruna. Hann lét ekki nægja trjábútinn heldur fann sér skinn stórt og mikið og tók að hripa niður hugsanir sínar. Þetta gerði hann daglega og leið betur og betur eftir hvert skipti. Heimilisfólkið komst í skriftirnar, og þeir sem kunnu að lesa rúnir lásu upp fyrir hina og höfðu allir gaman af. Fréttist þetta út um sveitir og tíðkaðist lengi vel hér á landi meðal bænda sem kunnu að rita rúnir.
Meira skildi ég ekki af því sem stóð í bókinni. Höfundur hennar var maður að nafni Jónas. Maðurinn sem ritaði fyrstu hugsanirnar á trjábútinn hét Björn Logmundur Oddverji Guðmundar gráa. Var því þessi siður nefndur blogg eftir upphafsmanni þess. Nú hefur þessi gamli og góði siður ratað aftur á borð landsmanna og geta þeir nú dreift boðskap sínum enn víðar með tilkomu internetsins. Megi sem flestir iðka þennan aldagamla sið í minningu forfeðra okkar.


Þessi saga var hluti af "Kristinn vs. Maggi, Blogg Battle!", og nú er það hlutskipti þitt að velja hvor stóð sig betur. Keppnin snerist einfaldlega um það hvor gæti komið með betri sögu um uppruna bloggsins. Nú skalt þú fara á heimasíðu Kristins, lesa söguna hans og kjósa svo hvor stóð sig betur!
..:: skáldar ::..


miðvikudagur, nóvember 27, 2002

"Mundu, það er enginn í heiminum sem er eins og þú. Þú ert einstakur, alveg eins og allir aðrir."
-MSJ
..:: ::..
Þetta er helvíti flott!
Ég hitti pabba í kvöld. Hann var að halda fyrirlestur í Heiðarskóla og við kíktum aðeins á hann eftir það. Hann leyfði okkur systkinunum að heyra svolítið sem var ansi flott. Hann var með vasadiskó með spólu sem á var tæplega fimm mínútna löng kynning á fyrirbæri sem nefnist Virtual Audio. Þetta er nýjasta tækni í upptöku á hljóðum og ekki þykir mér ólíklegt að innan fárra ára verði þetta mikið notað í upptöku á tónlist, hljóði í bíómyndum og fleiru.
Þú verður eiginlega að heyra þetta til að skilja hvað er svona sérstakt við þetta. Í kynningunni, sem ég ætla að leyfa þér að ná í hér á síðunni, færðu að heyra allskonar hljóð allt frá flugeldum til blaðaskrjáfurs og það er ótrúlegt hvað þetta er raunverulegt. Þetta er þrívíddarhljómur. Þú skynjar alveg hvaðan hljóðið kemur (eða þér heyrist það amk!) og þér finnst þetta vera að gerast allt í kringum þig en ekki bara í eyrunum á þér eins og með flestar upptökur.
Þegar ég heyrði þetta fyrst núna áðan þá skríkti ég bara eins og krakki því þetta var svo skrítið! Eftirá þótti mér ótrúlegt að öll þessi hljóð skuli bara hafa komið úr venjulegum stereo heyrnartólum og vasadiskói! Þetta er ekki surround eða neitt, bara miklu, miklu flottara! Það sem þú átt að gera er að ná í MP3 skrána hér að neðan, setja á þig heyrnartól, tengja þau við tölvuna og spila þetta passlega hátt. Passaðu að snúa heyrnartólunum rétt, semsagt að hafa vinsta og hægra við rétt eyra. Það er sniðugt að loka augunum og þá sérðu algjörlega fyrir þér hvað er að gerast og hvar. Þú verður bara að heyra hvað þetta er flott! Það er smá suð því ég tók þetta upp af vasadiskói en það breytir engu hvað hljóminn varðar.
Sæktu skrána hérna!
..:: nýjungagjarni ::..

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Íslandsmet!
Það linnir bara ekki góðu fréttunum! Við krakkarnir úr ÍRB tókum okkur til og settum hvorki meira né minna en sjö íslandsmet í kvöld! Þau voru öll í boðsundi og settum við strákarnir þrjú met í fjórum tilraunum, og stelpurnar settu met í öllum fjórum greinunum sínum! Greinarnar sem við tókum voru 4x100m flug, 4x100m bringa, 4x50m flug og 4x50m bringa (4x50 flug klikkaði hjá okkur strákunum). Við fórum á lítið meta- og lágmarkamót sem SH heldur alltaf eftir bikar bara til að setja þessi met og það var bara nokkuð gaman! Enduðum að sjálfsögðu á KFC þar sem við stútuðum sex Tower Zinger Barbeque borgurum, svakalega var það nú fínt.

Annars fór ég í dag og stóð í biðröð í tvo klukkutíma til að næla mér í miða á SigurRósar tónleikana sem verða 12. desember. Við fengum sæti á fínum stað, og ég er formlega byrjaður að bíða eftir þessari dagsetningu. Úff hvað það verður gaman! Þið hin, sem ekki farið af einhverjum ástæðum (aðallega fáfræði) getið setið heima og hafið flest ekki hugmynd um af hverju þið eruð að missa! Þið getið líka treyst því að ég mun skrifa helling um hvað var gaman á tónleikunum allan desember, þannig að stay tuned!

Niðurstöðurnar í fyrstu umferð "Kristinn vs. Maggi, Blogg Battle!" eru nú kunnar! Ég vann nauman sigur í þessarri fyrstu keppni með 56% atkvæða, en Kristinn fylgdi fast á hæla mér með 36% greiddra atkvæða. Restin, eða 6%, töldu þetta of heimskulega keppni til að veita henni nokkra athygli. Það fólk nefnist hér með formlega, fýlupúkar! (fyrir þá sem ekki muna þá var snerist keppnin um það hvor gæti drullað betur yfir Spræt/kók drykkinn okkar). Það væri vel þegið ef einhver kæmi með hugmynd að næstu keppni, og má það vera nokkurn vegin hvað sem er, helst innan óskynsamlegra marka! Afraksturinn munuð þið svo sjá hér á síðunni, og vonandi fljótlega.

Nokkur skemmtileg spakmæli höfð eftir konum svona í tilefni dagsins (því konurnar eru greinilega miklu betri en karlmennirnir í ljósi atburða kvöldins) ;

Whatever women must do they must do twice as well as men
to be thought half as good. Luckily, this is not difficult.
-Charlotte Whitton

I try to take one day at a time, but
sometimes several days attack me at once.
-Jennifer Unlimited

If you can't be a good example, then
you'll just have to be a horrible warning.
-Catherine Aird

Mig langar að minna fólk á gestabókina mína! (Gestapo-k?)

..:: ::..

mánudagur, nóvember 25, 2002

VIÐ UNNUM BIKARINN!!!
Djöfull var gaman um helgina. Það verður bara að segjast að þetta er eitt skemmtilegasta sundmót sem ég hef farið á, og eru þau nú orðin nokkuð mörg. Ég sagði ykkur frá því síðast að ég væri að fara að synda 1500 skrið, sem ég og gerði á föstudaginn. Það gekk nú ekki alveg samkvæmt áætlun, en var ágætt þó. Eitt lærði ég á því að synda þetta sund, 1500 skrið er komið frá andskotanum! Ég fer ekkert ofan af því, þetta er ein sú mesta pína sem maður lendir í. Þvílíkt erfiði að synda þetta sund. En þetta lofaði bara nokkuð góðu hjá mér, og fæ ég því örugglega að synda það aftur í framtíðinni. Úff.
Hin sundin liðu nokkuð fyrir það að ég hafi synt afkvæmi djöfulsins á föstudeginum, þannig að hin sundin sem ég synti voru ekkert sérstök þótt þau hafi ekki verið mjög langt frá því sem ég gerði mér vonir um. Ég synti 200 skrið og 100 flug og svo tvisvar sinnum boðsund. Fyrra boðsundið átti að vera bulletproof íslandsmet, en allt kom fyrir ekki, enginn stóð við sitt og við rétt misstum af því. Bætum það bara upp á morgun, mánudag, þegar við reynum við þrjú íslandsmet á móta- og lágmarkamóti SH!
Við enduðum svo helgina á því að borða saman á Ránni, fengum þar hinn fínasta málsverð í boði sunddeildarinnar, og kláruðum restina af raddböndunum með nokkrum öskrum (eitthvað lítið um góða raddbeitingju hjá mér í augnablikinu eftir læti helgarinnar). Við fylltum Ránna af sundfólki og velunnurum, og í þeirra hópi var Árni Sigfússon bæjarstjóri með meiru, og hann var meira að segja í sundhöllinni bæði á laugardaginn og sunnudaginn að horfa á sitt fólk! Það kalla ég nú almennilegan bæjarstjóra og fékk hann þónokkra punkta í kladdann hjá mér fyrir þetta! Hann hrúgaði líka inn punktum þegar hann gaf sunddeildinni 200þús. kall og fór svo að tala um byggingu 50 metra innilaugar hér í bæ í ræðu sem hann tók á Ránni. Ef eitthvað er að marka orð hans, mun fyrsta skólfustungan vera tekin árið 2004, og er ég mjög sáttur við það enda hljómaði hann mjög sannfærður um að hann gæti fengið fjármagn til þess.
Ég veitti Morgunblaðinu þann heiður eftir að við höfðum tekið við bikarnum glæsilega að taka við mig smá viðtal sem fyrirliða (þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað bita greinina mína um daginn!) þannig að þið getið líklegast lesið bullið í mér í íþróttablaðinu á þriðjudaginn. En helgin var í langflesta staði mjög vel heppnuð og liðið sýndi frábæra samstöðu og góðan móral. Á svona stundum langar mann barasta aldrei að hætta að æfa sund! Þykir mér nú samt hæpið að ég verði enn að busla í löginni þegar ég er orðinn hálf-fimmtugur, en hvenær ég mun leggja skýluna á hilluna er óljóst. Vonandi alls ekki strax.
..:: rauður svamlar enn ::..

föstudagur, nóvember 22, 2002

Það er víst greinilegt að ég á bara að sleppa því að fara að vinna og kíkja í háskólann í heimspeki eða eitthvað! Það er fínt að hafa svona skoðanakannanir, þá getur fólk sem í hálfkæringi ýtir á einhvern takka bara tekið fyrir mann risastórar ákvarðanir!! Hahahaha! Nú er allt miklu auðveldara. En samt, það var ekki allt tekið inn í myndina því ég veit ekki ennþá hvað mig langar að gera í framtíðinni og þar af leiðandi hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að læra. Og ef ég fer að vinna get ég farið með vinum mínum í evrópureisu í vor! En á móti þyrfti ég að kíkja á fleiri fög svo ég geti kanski útilokað eitthvað eða hitt á það rétta. Það eru alltaf fleiri breytur inni í myndinni.

Nóg um leiðinleg málefni. Núna á eftir er ég að fara að synda erfiðustu sundgrein til er, og það á einu mikilvægasta sundmóti á árinu!! Og ekki nóg með það, ég hef ekki synt þessa grein í þrjú ár!! Sjiitt!!! En jæja, það verður samt örugglega mjög gaman. 1500 metrar (60 ferðir!) af skriðsundi á innan við 17 mínútum. Það er nú verðugt verkefni. Svo vinnum við barasta bikarkeppnina og komum heim sæl og glöð. Gaman gaman! Það verður semsagt ekkert bloggað hér um helgina, ekki fyrr en á sunnudagskvöld í fyrsta lagi.

En á mánudaginn, þá ætla ég að fara í höfuðborgina og standa í biðröð til að komast nú örugglega á tónleika með SigurRós, bestustu hljómsveit í heiminum. Ég er búinn að vera að hlusta á fyrsta diskinn þeirra nýlega (Von) og er búinn að uppgötva fullt af lögum sem ég fattaði ekki áður hvað voru geggjað góð! Vitlaus ég! En allavega, fyrir þá sem vilja byrjar salan kl. 13.00 í 12 tónum á Skólavörðustíg 15 á mánudaginn! Sjibbíí!!!
..:: rauður 1500 ::..

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Ég hef gaman að orðaleikjum.
Af hverju ætli allir þessir íslensku karlmenn fái sér konur frá Tælandi? Ég meina, þetta er auðvitað þeirra mál og ekkert meira með það, hverjum er ekki sama hvað mér finnst um það! En ég er að spá, af hverju Tælandi? Af hverju ekki Rússlandi eða eitthvað? Ég er búinn að velta þessu fyrir mér og ég hef komist að niðursuðu. Það er af því að gellurnar þaðan eru svo tælandi! Ekki myndi ég vilja gellu sem væri rússlandi! Eða hvað... Ég þekki þetta orð ekki nógu vel, en ég get ímyndað mér að gella sem væri alveg þvílíkt rússlandi dýrkaði vodka, talaði alltaf eins og hún væri alveg trallandi full (og væri það oftar en ekki), væri með svona búttað sætt andlit og væri heitt á ÍSlandi sama hvernig veðrið væri.
Hey! Ég var rétt í þessu að fá símtal frá gellu í Bláa Lóninu! Sjibbí! Ég fæ kanski vinnu! Ekki það að það sé einhver drauma vinnustaður, þótt það sé örugglega fínt, þá er bara orðið svoldið fúlt að vera atvinnulaus svona til lengdar. Þá er bara að mæta á mánudaginn og heilla mannskapinn uppúr skónum! (eftir að vera búinn að standa í vbiðröð til að kaupa miða SigurRós auðvitað!) Annars er ég að fara aftur, því ég fór í viðtal hjá þeim í vor og fékk vinnu, en tók frekar vinnunni í hlaðdeildinni. Nú er kanski málið að kíkja á hvort það sé eitthvað varið í að vinna þarna. Veist þú eitthvað um það? If só, tell mí!
..:: rauður í bláa ::..


miðvikudagur, nóvember 20, 2002



Hahahaha! Nú þarf ekki einu sinni að liggja í ljósabekk til að verða brúnn! Nehei, þú röltir bara inn í einhvern stálklefa, lokar augunum, og á sex sekúntum ertu úðaður með brúnkukremi úr öllum áttum! Þetta á víst að endast í sjö daga og er fyrir fólkið sem ekki nennti að liggja í ljósabekk, hvað þá að kíkja í sólbað! Lindarsól er sólbaðstofan þar sem enginn þarf að fara í sólbað frekar en hann vill.
Ég sé þetta alveg fyrir mér, fólk er orðið svo ógeðslega tímabundið. Ung athafnakona hleypur inn um hurðina og beint í átt að klefanum á meðan hún rífur sig úr fötunum, hendist inn í klefann og stendur þar í sex sekúntur, hleypur út aftur og þetta tók hana aðeins tuttugu sek. í það heila! Kanski eru þeir með svona keppni hjá reglulegum viðskiptavinum hver getur verið fljótastur. Allt er nú til.
..:: rauður, og stoltur af því ::..

Mechanical Android Generated for Galactic Infiltration: Maggi er vélmenni!
Nú hugsa allir, "ég vissi að það væri eitthvað skrítið við hann Magga..."





..:: rauður... eða hvað... ::..
Ég er með suð í eyrunum. "Af hverju...?" spyrð þú kanski, ef þú hefðir nokkurn einasta áhuga á því sem ég er að fara að segja, en það hefur þú ekki þannig að þú spyrð ekki. Ég ætla samt að segja þér það og þú ætlar að lesa það því það verður áhugavert (vonandi fljótlega). Ég hef verið með suð í eyrunum í all svakalega langan tíma, man ekki hvenær ég tók fyrst eftir því. En ég man að þegar ég fattaði það fyrst og sagði mömmu, þá sagði hún að það væri í ættinni. Gilli frændi er með svolleiðis og fullt af fólki. (soldið stúpid hlutur til að "vera í ættinni" en þannig er það nú bara.)
Ég er algjörlega búinn að venjast því og heyri það næstum aldrei því það er alltaf þarna. (svona svipað og röflið í henni mömmu, en það er annað mál, hehehe). Ég heyri það bara einstaka sinnum þegar það er alveg þögn og ég er ekki að hugsa um neitt. Málið með að segja þér frá þessu var að maður venst öllum andskotanum. Manni fer jafnvel að líka við þá hluti sem eru alltaf í kringum mann. Því yngri sem maður er, þá er maður því mun meira áhrifagjarn á svona hluti.
Það er ótrúlega erfitt að læra fullkominn hreim í flóknum tungumálum. En krakki, sama hvaðan hann kemur, sem elst upp í þjóðfélagi með það tungumál getur lært hann á ekki svo löngum tíma. Þegar við fæðumst er hægt að forrita okkur nokkurnveginn eins og fólkinu sem "ræður yfir okkur" þegar við erum smábörn. Yfirleitt eru það foreldrarnir, og er því hægt að kenna þeim um ef eitthvað fer úrskeiðis á ævi þessa einstaklings. Nei, nei, það er nú kanski ekki svo einfalt. En samt, við ættum að vera miklu duglegri að troða vitneskju í þessa litlu hausa sem vita ekkert skemmtilegra en að læra eitthvað nýtt.
Því fyrr sem er byrjað er betra. Krakkanum finnst gaman að læra hluti, því það er það sem hann þekkir, og hann lærir hlutina (eins og t.d. tungumál) miklu betur en ef hann hefði lært þá seinna á lífsleiðinni. Ég heyrði einhverntíman um stelpu sem kunni fjögur tungumál reiprennandi þegar hún var fjögurra ára! Ég trúi því staðfastlega að þetta gætu næstum allir krakkar. Ég er nú ekki að tala um svona ýkjur, en samt eitthvað í áttina. (Ég veit að ég byrjaði að tala um raddirnar í hausn... æ, ég meina suðið í eyrunum á mér, enda ætlaði ég að fara að tala um allt annan hlut. Þetta endaði bara svona. Sorry.)

Ég fór í bíó í kvöld (surprize surprize!) og sá Insomnia. Það er nú svosem ekki frásögu færandi, ágætis mynd og allt það (* * 1/2). En áður en myndin byrjaði bað Kristinn mig um að halda á sprætinu sínu. Ég var með kók, og prófaði að taka sopa af báðum drykkjunum í einu. Það hefði ég ekki átt að gera.
Þegar drykkirnir blönduðust í munni mér kom á mig mesti viðbjóðs-svipur sem nokkur maður hefur nokkurntíman sett upp! Ég henti frá mér drykkjunum um leið og þeir lentu á gaurnum sem var að rífa miðana (sem fór alveg örugglega í sturtu eftir þessa vakt) og allt sullaðist útum allt, og ég tók á sprettinn að klósettunum! Áður en ég komst hálfa leið gat ég ekki haldið niðri í mér viðbjóðinum lengur og ældi upp um heilan vegg öllu því sem ég hafði borðað nú í vikunni og þeirri sem er nýliðin!!! Ég hélt áfram sprettinum mínum, en ekki hætti að spúast útúr mér viðbjóðurinn með tilheyrandi óhljóðum, og kláraði ég að æla ölllu því sem ég hef látið ofan í mig síðastliðna þrjá mánuði loks þegar ég nálgaðist klósettið!
Æla var komin upp um alla veggi í andyri bíósins, og allir aðrir voru að því komnir að æla útaf megnu lyktinni sem umlukti staðinn. Þegar ég loksins staulaðist inn á klósett leit ég í spegilinn, og ég get svo svarið ég hafði elst um fimm ár, og fötin mín öll útí ælu. Ég heyrði að allt var að verða brjálað frammi, fólk öskrandi og aðrir ælandi í kór. Ég ætla ekki einu sinni að lýsa bragðinu sem var upphaf alls þessa viðbjóðs. Ég er ennþá með ógeðslega bragðið í munninum, öll ælan náði ekki einu sinni að yfirgnæfa það. Það eina sem ég get sagt, kók og spræt eiga ekki vel saman. Take my word for it!!!
Þessi saga var ýkt verulega af persónulegum ástæðum. Sumt af þessu gæti hafa gerst.

Annars er það af mér að frétta að ég hef hafið þátttöku (heimskulegt orð með þremur t-um í röð!) í einni frábærustu keppni sem um getur í sögu mannkyns! Nefnist hún "Kristinn vs. Maggi, Blogg Battle!" Í viku hverri munum við taka okkur til í og keppa í ákveðnum greinum. Sú fyrsta var hvor gæti drullað meira yfir sprók (spræt/kók drykkinn sem ég fann upp áðan). Yfirdrull Kristins má finna á síðunni hans! Þér skulið lesa bloggið hans yfir, og dæma svo um hver vann hér að neðan!
..:: rauður kúgast ::..


Könnun lokið. Úrslit: Maggi 56%, Kristinn 36%. Vúppí!

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Þú ert á sjó. Á einhverjum skítadalli sem þú hatar meira en lífið, og ef þú hatar eitthvað meira en þennan ógeðslega bát, þá er það áhöfnin sem er búin að velkjast með þér á bátnum undanfarnar sex vikur. Þú ert aðframkominn. Það eina sem þú hefur fengið að éta er lítt skammtaður soðinn fiskur, engar kartöflur, og bara vatn að drekka. Kokkurinn er vanhæfari en flestar rotturnar um borð. Þær sem eftir eru amk, því flestar gáfuðu rotturnar stukku fyrir borð strax í fyrstu vikunni. Þú hefur oft hugsað um að myrða kokkinn í svefni, og næstum látið verða af því, en hugsaðir á síðustu stundu að fangelsismaturinn væri örugglega lítið skárri. Þegar skipið leggst að bryggju í Hafnarfirði stekkuru strax frá borði og rýkur beint í bílinn þinn eins og óður maður og keyrir á 110 alla leið. Alla leiðina á eina staðinn sem þú hefur getað hugsað um síðan þú sást landið fjarlægjast fyrir allt of mörgum vikum síðan. Þú hleypur inn um hurðina og ryðst framfyrir alla í röðinni! Þú öskrar hástöfum: "ÉG ÆTLA AÐ FÁ SEX TOWER ZINGER BARBEQUE BORGARA! STRAX!!!" Þú sest niður, grípur um borgarann, lítill taumur af barbeque sósu rennur niður á diskinn þinn, og þú sérð bara hvað kartöfluskífan er stökk. Osturinn er örlítið bráðnaður, og salsa- og barbequesósu lyktin fyllir öll vit. Þú bítur stóóran bita og lygnir aftur augunum. Ahhh... Þetta augnablik var jafnvel yndislegra en þú hafðir getað ýmindað þér. KFC er himnaríki í þínum augum. Þú horfir brosandi á borgarann í hendi þér og segir: "Aldrei aftur, við skulum aldrei skilja svona lengi aftur."
Ertu nokkuð svangur? Þessi litla saga var tileinkuð Nonna Norska sem kemst ekki á KFC í Noregi. Aumingja hann. Ég hinsvegar kemst, daglega, og orð fá ekki lýst ánægju minni með það.
..:: r.e.d. = k.f.c. ::..
Ég sá Changing Lanes á sunnudaginn, og ég verð að segja að hún kom bara á óvart. Helvítí fín mynd barasta og ég mæli með henni. Hún fær tvær og hálfan borgara af fjórum mögulegum. Annars hef ég komist ítrekað að því að það sem öðrum finnst um myndir er yfirleitt bara prump, því mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er ekki nema að yfirgnæfandi meirihluti segji annað hvort bara gott eða bara slæmt að maður geti verið nokkuð viss hvað manni eigi eftir að finnast um myndina. Hins vegar getur maður varla séð allar myndir, þannig maður verður að reiða sig á eitthvað í kvikmyndavalinu. Nóg er úrvalið, það er víst.

Annars er Freaks And Geeks æðislegur sjónvarpsþáttur. Ég verð bara að koma því á framfæri. Hann er svona í anda Undeclared, sem var að ég held ekkert svakalega vinsæll, en ég fílaði hann í tætlur. Enginn hlátur sem segir manni hvað manni á að finnast fyndið (þótt það geti verið ágætt stundum), og ekta minn húmor. Freaks And Geeks er akkúrat svoleiðis. Svo er hann líka 40 mín, sem er meira en nær allir grínþættir. Þannig að kíkiði á PoppTV kl. 9 á mánudögum.

Ég fór í Álfabakkann á sunnudaginn, og það er eini staðurinn sem ég hef nokkurntíman séð eina skrítnustu auglýsingu í heimi. Það er verið að auglýsa einkamál.is, og það eru nokkrar myndir í röð. Sú fyrsta sýnir mann + konu. Önnur myndin er maður + maður, svo kona + kona, svo kona + maður + kona, og svo kemur maður + hestur!!! Svo stendur, "hvað gerir þú í frítíma þínum? er það ekki einkamál?" Þetta er frekar sick hestur. En dýr sem misnota fólk eru greinilega velkomin á þessari síðu, sem þýðir að ég ætla að halda mér frá henni. Ég meina pæliði í auglýsingunni! "Ég er fjögurra vetra foli og bý á Eystri-Rangá í Norður-Húnavatnssýslu. Hef gaman að útivist og heytuggum. Þykir gaman að fá bóndann í heimsókn, en væri til í eitthvað fjölbreyttara..." Eða eitthvað. Allavega, ég er ekki að fíla þetta. :)

Jón Erlendsson er merkilegur maður, það vita amk nokkrir sem lesa þessa síðu. Hann er kennari við H-skólann, og er afar sérstakur. Hann sagði eitt sinn góða setningu sem ég mun seint gleyma. "Það gerirst ekkert nema einhver geri það!" Þetta er mikil snilld, sérstaklega komandi frá afkastamesta og ofvirkasta manni Íslandssögunnar.
Önnur góð setning sem ég lagði á minnið eru úr 24 Hour Party People, þar sem aðalgaurinn (man ekki hvað hann heitir) var að tala um eitthvað plakat að mig minnir. En það var ekki málið. Já, alveg rétt, plakötin komu allt of seint til að auglýsa eitthvað kvöld sem var búið að halda, en þau voru samt mjög flott. Þá sagði hann: "Nothing useless can ever be truly beautiful." Þetta þykir mér flott setning, og á hún við í flestum tilfellum.

Já svo er gestabókin farin að virka, amk í bili. Þannig að... go nuts!
..:: rauður "quotes" ::..

mánudagur, nóvember 18, 2002

Hæ. Ég sá Changing Lanes í kvöld í bíó, en ég tala um það á morgun eða eitthvað. Það er svoldið sem var í þeirri mynd sem fékk mig til að hugsa "Hey, þetta kannast ég við! Ég þarf að fara og blogga um þetta og losna við þetta frá mér annars flippa ég!" Það sem þú ert að fara að lesa mun hjálpa mér að halda geðheilsu minni, þannig að; með fyrirfram þökk, Magnús Sveinn Jónsson.

Nokkrir vísindamenn tóku sig til fyrir nokkrum árum og ákváðu að stríða nokkrum hvítum músum í búri. Þeir voru voða fínir í nýþvegnu flottu hvítu tilraunasloppunum sínum, og með nokkur búr og í hverju þeirra var slatti af litlum hvítum músum. Þeir lögðu nokkur próf fyrir mýsnar, bæði krosspróf og verkleg, sem snérust um það að ná í ostbita eða eitthvað gómsætt fyrir mýsnar, hvort sem það var í enda völundarhúss eða falið einhverstaðar eða eitthvað álíka. Mýsnar voru nokkuð hissa á þessu framferði mannanna, en voru helvíti svangar þannig að þær létu sig hafa að gera það sem til þurfti til að fá matinn. A mouse has got to work, right?
Allavega, það voru nokkrar mýs sem virtust ná betri tökum á þrautunum en flestar, og aðrar sem ekki stóðu sig jafn vel og meirihlutinn. Ein músin var þó undantekning frá þessari meðalkúrfu, því hún gat talist til beggja hópa. Hún leysti þrautirnar ágætlega, rölti þetta á sínum hraða gegnum völundarhúsin, ekkert panik, og var bara á við mýsnar sem fóru frekar létt með þrautirnar. En þegar var komið á leiðarenda og músin sá glitta í feita ostbitann sem lá þarna girnilegri en allt, þá var það eina sem músin gerði var að þefa af honum, rölta í kringum hann nokkrum sinnum, lúta höfði, og rölta til baka sömu leið.
Vísindamennirnir í fínu hvítu sloppunum sínum voru furðu lostnir á þessu og gerðu endurteknar tilraunir sem allar fóru á sömu leið. Þessi eina mús gæddi sér aldrei á góðgætinu við enda þrautanna. Það sem vísindamennirnir vissu ekki var hvað músin hugsaði. Það var: "Nú er ég komin hér á leiðarenda. Hmmm... og þarna er oststykki! Vá hvað ég er rosalega svöng! En... hvað ef osturinn er vondur, eða eitraður! Hvað ef hann er ekki vondur en samt ekki jafn góður og ég hélt. Hvað ef hann er mun betri en hann lítur út fyrir að vera, en ég fæ bara aldrei að smakka jafn góðan ost aftur! Það væri nú ekki gott... Hmmm... Kanski ætti ég að smakka bara smá. Neeiii annars, ég tek ekki sjensinn. Betra að geta hugsað til baka til þessa augnabliks og ýmindað mér hvað hann hefði getað verið góður."

Niðurstaða: Ég þoli ekki þessa mús. En maður getur víst lítið sagt við mús til að breyta því hvernig hún hugsar, því hún myndi varla skilja mann. Ekki myndu aðrar mýs sannfæra hana heldur, því þær tækju bara ostbitann af henni og röltu svo feitar og sællegar til baka.
Þú ræður hvað þessi saga þýðir, því ekki ætla ég að segja þér það. Það skiptir svo sem ekki máli. Vísindamennirnir hefðu bara átt að sleppa þessu bulli. Mýs eru líka fólk.
..:: redrum ::..

laugardagur, nóvember 16, 2002

Heimspeki hefur verið mér hugleikin í þónokkurn tíma. Það er aldrei að vita nema að maður skelli sér bara í Heimspekinám í H-skólanum eftir áramót, en sú ákvörðun verður að bíða betri tíma. Ég settist niður 'um daginn' (útskýrt neðar) og skrifaði niður helstu vangaveltur sem ég hafði verið búinn að velkjast með í hausnum í þónokkurn tíma. Ástæðan var einfaldlega til að koma þessu frá mér og vera ekki alltaf með þetta á heilanum. Kanski fæ ég að birta greinina einhverstaðar hugsaði ég með mér á meðan ég skrifaði. Ekki hefur enn orðið úr því að ég hafi fengið greinina mína birta, en þó hef ég leyft nokkrum að lesa hana við ágætar undirtektir. Einn maður sérstaklega tók greininni svo alvarlega (við nefnum engin nöfn, en fyrsti stafurinn er Einar Freyr), að hann var alveg ómögulegur marga daga á eftir og sökkti sér ofan í pælingar um þetta efni. Þá var Magnúsi skemmt. En ég hef grun um það að þessum ónefnda (!) einstaklingi hafi tekist að losna undan þessari byrði sem það er að vita ástæður alls.
Greinin heitir einmitt ástæður alls, og þar sem Morgunblaðið vill ekki birta greinina mína ætla ég að gera það hér á síðunni.
Greinina er að finna hér.

"Um daginn" er afskaplega vítt hugtak hjá mér. Ég hef oft á tíðum sætt mikilli gagnrýni (án gríns) fyrir notkun mína á þessu hugtaki og hef ég því sett ákveðnar grundvallarreglur. "Um daginn" er óákveðið tímabil, og getur verið allt frá tveimur dögum til þriggja ára. Fáa hef ég hitt sem nota hugtakið í jafn víðri merkingu, en þó hefur það komið fyrir. Ég áskil mér allan rétt til að nota hugtakið eins og mér sýnist þar til einhver getur sannað að skilgreining mín sé röng svo ekki verði um villst. "Um daginn" í pistli mínum hér fyrir ofan, var eimitt snemma í sumar. Margir hefðu haldið að ég væri að meina í síðustu viku eða um það bil, en þeir hafa kolrangt skyn á notagildi þessa ágæta hugtaks.

..:: rauður spögulerar mikið ::..

föstudagur, nóvember 15, 2002

Ég er íslendingur. Þetta er besta afsökunin sem ég get fundið fyrir þessu. Ég verð að hafa allt! Þess vegna er ég líka kominn með comment system eins og allir hinir fínu bloggararnir! Þannig að ef þér blöskrar það sem ég er að segja, eða ert sammála, öfundsjúk/ur, reið/ur, glöð/glaður, sorgmædd/ur, hress eða átröskuð/aður yfir því sem ég er að segja, þá geturu komið því á framfæri!

Ég var að koma heim frá höfuðborginni þar sem ég sá þá eðal-hljómsveit Ensími á útgáfutónleikum þeirra á þeirra þriðju breiskífu sem einhverra hluta vegna ber nafn hljómsveitarinnar. Besta skýring mín er að þetta er fyrsta skífa þeirra á ensku, og er því ekki einungis fyrir agnarsmáan íslenskan markað. Skemmst er frá því að segja að Ensimi (Ensími eða Ensimi?) rokkaði feitt og sýndi að lög geta líka verið góð á útlensku, því nýji diskurinn er (að ég held) allur á ensku. Helvíti gott sánd í þeim, og fólk var þar í gríð og erg að dilla mjöðmum og vagga hausum í takt við sveitina. Þessir tónleikar fá hiklaust 36 punkta í kladdann hjá mér. (punktakerfið útskýrt neðar).

Ég er búinn að sjá fullt af góðum múvís nýlega, og eining nokkrar misgóðar. Helst ber að nefna:
Donnie Darko: Must see bíómynd! * * * 1/2 stjarna af fjórum. (og 71 punktur)
Grosse Point Blank: John Cusac er alltaf skemmtilegur. * * * (og 44 punktar)
O: Unglinga-Othello. Hefði mátt vera betur gerð. * * (14 punktar)
Superstar: Ógeðmynd. Viðbjóðmynd. Saurmynd. Must NOT see bíómynd. 0 stjörnur. (1 punktur)
Meet Joe Black: Mjöög góð mynd. Must see. (góð í annað sinn). * * * 1/2 (64 punktar)
Bíó:
One Hour Photo: Fínasta mynd, vel leikin, vel þess virði að sjá. * * 1/2 (37 punktar)
meiri gagnrýni síðar...

Já, punktakerfið vekur oft upp spurningar. Ég hef komið mér upp kerfi sem nær yfir alla gagnrýni, hvort sem það er um bíómyndir, fólk eða hvað. T.d. ef þú myndir biðja fallega, myndi ég kanski segja þér hvað þú værir komin/n í marga punkta hjá mér. Ekki er ein einasta regla í þessari reglu minni. Ég gef fólki punkta út og suður, og dreg þá frá jafn óðum ef mér mislíkar. Hvergi er neitt bókhald haldið, ekki einu sinni í hausnum á mér. Svörin eru búin til á staðnum, en ekki gerir það þau eitthvað verri fyrir það. Flestir vina minna eru komnir í nokkur hundruð punkta, og lækka lítið við mistök. Fólk sem ég þekki lítið getur hinsvegar hríðfallið við minnstu athafnir, en skotist hátt upp aftur með einhverju sem mér líkar. Ekki túlka það þannig að ég sé alltaf að hugsa allt í punktum, og dæmi fólkið í kringum mig daginn út og inn. Alls ekki. Kerfið er eitthvað sem ég gríp til einstöku sinnum þegar þannig ber undir. Ef þú hefur spurningar um punktakerfið, vinsamlegast notaðu comment dæmið hér að neðan! :)

Linkin park átti ekki skilið að vinna besta hard rock bandið á MTVE hátíðinni, og hvað þá besta bandið! Það er nottla bara argasta þvæla! Iðnaðar-rokk frá helvíti!

..:: rauður á kanski punkt handa þér í dag ::..

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Í tilefni af SigurRósar pistli mínum er SigurRósar bakgrunnur! "Hvernig lýst ykkur á það!?"

SigurRós er uppáhalds hljómsveitin mín í öllum heiminum. Ef ég væri strandaður einn á eyðieyju, og það væri aðeins einn hlutur sem ég mætti taka með mér, einungis einn hlutur, þá væri það engin spurning hvað ég myndi taka með. Og það væri bátur til að komast burt, en ég er samt mikill SigurRósar aðdáandi! (common, hvað hélstu að ég myndi segja? Ágætis byrjun eða?)
Allavega, ég átti í samræðum við hnakka nokkurn í kvöld í heitum potti nokkrum. Köllum hann bara Jónas, því ekki viljum við særa tilfinningar pottsins. Hnakkann getum við kallað Jón Odd. Hann hélt því fram að SigurRós væri ekki jafn vinsæl og allt RnB og rapp ruslið sem hann hlustaði á, og sér til stuðnings sagði hann að aldrei heyrði hann í SigurRós á MTV eða PoppTV eða FM957 (hnakki hnakki hnakk). (Ok, hann sagði ekki hnakki hnakki hnakk, en það hljómaði þannig). "Auðvitað!" sagði ég, SigurRós er ekki útvarpsvæn tónlist og erfitt að spila hana í útvarpi. Ég veit ekki betur en myndböndin þeirra hafi fengið góða spilun, amk hérna heima. Hann hélt áfram og sagði að það væri mjög lítll og afmarkaður hópur fólks hér á landi og erlendis sem fílaði og hlustaði á SigurRós. Það er auðvitað bara þvæla, sem ég og sagði honum, en hann vildi ekki hlusta (inn á milli þess sem hann rak upp skerandi væl í löngum bunum til að leggja áherslu á hvað honum fannst SigurRós vera að reyna að koma til skila).
Staðreyndin er sú að SigurRós er mjög góð hljómsveit. Og ótrúlega vinsæl bæði hér heima og erlendis miðað við hvernig tónlist þeir spila, því hún getur verið tormelt. Ég hef látið það útúr mér áður og segi það aftur; SigurRós spilar tónLIST, önnur "tónlist" er í mínum eyrum bara tónafþreying, þótt hún geti verið góð sem slík. Ég veit að þetta er svolítið "bold statement" (pun intended), en þetta finnst mér. Auðvitað má annað fólk hafa sína skoðun, en mér finnst bara sorglegt að fólk sem getur ekki opnað sig fyrir nýjum hlutum, og afskrifað þá af því að þeir falla ekki að formúlunni. En þannig verður það víst að vera.
..:: rauður vill aldrei verða strandaður einn á eyðieyju ::..
SigurRós er æðisleg!

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Ég ætla að prófa svolítið núna. Ég er búinn að setja upp gestabók, og auðvitað eiga allir sem heimsækja þessa síðu að skrifa í hana, en mig langar líka að prófa svolítið annað. Nonni og Elísabet (klikkuðu norsararnir) eru með svokallað Guest Map, þar sem fólk skrifar í gestabók og merkir svo inn á heimskortið hvaðan það sé. En þar sem allflestir sem skilja þessa síðu eiga heima á Íslandi, ætla ég að biðja ykkur um að skrifa í þetta og setja ykkur á heimskortið á þann stað sem þið væruð helst til í að heimsækja og skrifa af hverju. Það gæti orðið skemmtilegt. Þannig að skellið ykkur á Guest Map-ið hjá mér og skrifið eitthvað skemmtilegt! Látið fleiri en einn stað ef þið viljið, og notið zoom takkann ef þið lendið í vandræðum með að valmöguleikar sjáist ekki.
..:: rauður fékk ekki kfc í dag ::..

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Sá einhver Gnarrenburg síðasta laugardag? Það var fyrsti þáttur af nýrri seríu Jóns Gnarr, og ekki byrjaði það nú vel. Frekar slappur þáttur en það er ekki það sem ég ætlaði að skrifa um. Ég rakst fyrir algjöra tilviljun á blogg séra Snorra nokkurs sem kom til Jóns í þáttinn. Þetta var bara kjaftæði út í gegn, átti kanski að vera fyndið en var það ekki. Sem sannar það að Jón Gnarr getur alls ekki gert það sem hann lofaði, að vera alvarlegur í þessum þáttum. Þessi Snorri er búinn að vera að selja syndaaflausnir, og veit ég satt að segja ekki hvað í andskotanum hann er að meina, hvort hann sé að reyna að vera fyndinn eða hvað. Allavega, bloggið hans er hérna.
..:: rauður hatar ofstækismenn ::..
Var að skoða síðuna hans Marvins, og hugsaði með mér. "Djö**** langar mér í svona chat eins og hann er með!" Og viti menn! Ef þú kíkir hér til vinstri á síðunni, í litlum grænum ferhyrningi, þar er nýja chatterboxið mitt! Þannig að ef þú hefur eitthvað við að bæta, eða langar að segja eitthvað um það sem ég er að skrifa (eða bara hvað sem er), þá endilega gerðu það! Það er bara gaman að því.
Annars er af mér að frétta að í kvöld mun ég gera mér ferð í höfuðborgina, líta við á KFC (að sjálfsögðu! þarf varla að taka það fram!), og kíkja svo í álfabakkann í bíó. Nebblega helvíti sniðugt þriðjudagstilboð í gangi þar sem ég hef verið allt of lélegur í að nýta mér. Ég ætla að sjá Insomnia með Al Pacino og Robin Williams á 400 kr. og hlakka mikið til. Ef einhvern langar að skella sér með mér í Tower Zinger Barbeque, og kíkja í kvikmyndahús á vægu verði, er honum velkomið að bjalla í mig. :)
Og Einar, það er rétt!!! Ég varð alveg snælduvitlaus þegar ég las þessa ömurlegu gagnrýni þína á ( )! Til hvers að nýta sér víðáttur internetsins til að dreifa þvílíkri og annari eins vitleysu!!?? Ég meina, til hvers er málfrelsi á Íslandi ef fólk ætlar að fara að halda fram þvílíkri endeimis þvælu eins og vall útúr þér í þessari gagnrýni!? Ég mun innan skamms birta mína eigin, réttu, gagnrýni. Kæri lesandi, ekki hlusta á Einar. Hann veit greinilega minna í sinn haus en nokkurn mann óraði fyrir.
..:: rauður elskar kfc og sigurrós ::..
"Clothes make the man. Naked people have little or no influence on society." - Mark Twain

Allo allo! Gaman að Mark Twain. Nokkur málefni ofarlega í huga mér í kvöld.
== Men in Hats er snilld. Það er svona comic-strip, ein á dag, og ég er búinn að vera að fletta gömlum svoleiðis í allt kvöld. Þetta er eins og ég segi alljgör snilld! checkit!
== Ég hata kana. Þeir eru algjörlega óþolandi þjóðflokkur og ætti að taka af þeim öll þau miklu völd sem þeir hafa eins og skot. Ég rakst á blogg hjá einum slíkum, kana sem sagt. Það er kona á miðjum aldri sem lenti, eða öllu heldur sonur hennar, alvarlega í kerfinu. Dæmi sem kallað er "Drug Court". Allavega, lestu bloggið hennar hér: pixelita.blogspot.com
Nenni ekki að skrifa meir. Meira síðar.
P.S: Snilldar setning, jafnvel meiri snilld en Mark Twain hér á undan. Tinna nokkur mælti þetta í heitum potti í Grindavík um helgina. "Hvað var klukkan áðan?" Ég sprakk úr hlátri öllum til mikillar furðu.
..:: rauður er að fara að sofa, góða nótt ::..

mánudagur, nóvember 11, 2002

Djöfull fíla ég svona:
alger regla
allilla
altaf í fatla
lána rakara nál
ólík kíló
ný sýn
rafagnalagna langalangafar (!)
riddararaddir
tómatamót
töff föt
(og svo uppáhaldið mitt!)
RAKSÁPUPÁSKAR

..:: red rocks ::..
Hlynur, Hlynur, Hlynur... ég get ekki látið þetta viðgangast. Hér með staðfestist að bloggmann nokkur skrifaði í blogginu sínu:
"Ég ákvað því að setjast niður við tölvuna og setja saman smá texta. Vá, þetta orð, 'texti', er eina orðið sem notað er í íslensku máli sem ég man eftir sem hefur x. Eru samt örugglega fleiri. "
Já Hlynur minn. Ég býst staðfastlega við því að íslenskan væri ekki söm við sig ef x-ið vantaði. Fyrstu orðin sem mér datt í hug um leið og ég las þetta voru; kex sex æxli víxill axla öxl uxi öxull ax vaxa öxi. Fullyrði ég að þetta er aðeins brot af þeim orðum í íslensku sem innihalda þann ágæta staf x. Og til að sanna það kíkti ég í orðabók og fann þar skemmtileg orð eins og; box ávextir buxur fax jaxl lax lúxus saxa vax vextir og æxlun. Kanski er bloggið ágætur spegill inn í sálina hjá fólki. (sorry Hlynur, mér blöskraði bersýnilega).
(er alveg að fara að nenna að setja counter og gestabók á síðuna... not that any1 gives a sh**!)
..:: rauður hefur röflað ::..

laugardagur, nóvember 09, 2002

Jæja, strax búinn að bæta smá við. En ef þú sérð ekki hausinn á mér hérna vinstra megin þá ertu blind/ur. Eða þá að þú ert ekki með Flash 6! Skammastu þín! En það eru upplýsingar um hvernig á að nálgast það (það tekur 20 sek) á heimasíðunni minni, þannig að drífðu þig! Það er ekki seinna vænna. Eða er það "það er ekki seinna en vænna"? Hmmm.... Heimskulegt orðatiltæki. Jæja, ég er farinn aftur á æfingu... og svo er það pítsa á Laaang Best! Sjibbí!
..:: rauður er að missa sig ::..
Dæsus! Þetta var vesen! En vonandi þess virði. Mér tókst að troða hausnum á mér á síðuna (og þú getur meira að segja dregið hann til!) þótt það hafi tekið klukkutíma! Og ég sem á að vera löngu löngu farinn að sofa því ég þarf að vakna hálf átta í fyrramálið!
Pæliði samt aðeins í því. Að vera tvítugur og fara snemma að sofa (eða reyna það amk) á föstudegi, og vakna svona snemma á laugardegi til að synda! Þetta er ekki heilbrigt. Eða kanski er þetta bara allt of heilbrigt... Hmmm... Hafði ekki hugsað þetta þannig. Kanski ætti ég bara að vera sáttur við að vera svona viðbjóðslega heilbrigður.
Allavega, mér finnst hausinn á mér kúl. Þetta er miklu meira kúl heldur en að taka einhver ógeðslega heimskuleg próf og henda því svo inn á bloggið sitt hvernig ofurhetja maður er eða eitthvað álíka heimskulegt. Nefni engin nöfn... (Jóhann og Einar, hint hint).
Henti líka inn nokkrum linkum, aðallega á blogg vina minna. Kíkið endilega á Norsarabloggið. Það eru Elísabet og Nonni vinir mínir sem eru að læra verkfræði í Noregi. Þau hlustuðu loksins á mig og fóru að blogga, eru að komast inn í þetta smám saman. Gaman að þessu.
Læt fljótlega eitthvað meira sniðugt hér. Þetta verður allt morandi í flashi von bráðar. Ekki örvænta! Magnús skal sko taka til hendinni!
..:: rauður hefur mælt ::..

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Jæja, ég breytti nafni síðunnar úr maggisveinn.blogspot.com í carrottop.blogspot.com. Ég efast samt um að einhver hafi tekið eftir því þar sem ég er ekki búinn að láta nokkurn mann vita af þessari síðu! Hahahahah! Nei það er ekki fyndið, sorry. Mmmmm... er að spá í að taka mig til á morgun og gera eitthvað í þessari síðu.
Ég er þunnur. Ekki það að ég hafi verið að drekka. Fór bara í bíó í gær (sá road to perdition, helvíti góð) en fór AUÐVITAÐ á KFC áður. Þeim tókst að klúðra tower zinger barbecue borgaranum mínum!!! Pældu í því. Allavega, ég vaknaði með þennan líka dúndrandi magaverk, og er ekki enn búinn að jafna mig. Sjitt. Kanski sleppi ég bar æfingu eins og ég sleppti vinnunni fyrir þetta. Þetta er erfitt líf. Ég er ekkert búinn að gera í dag nema stuðla að glötun æskunnar hér í bæ. Jújú, ég fór í ríkið fyrir allan '86 árganginn eins og hann leggur sig. Fyllibyttur! Og ég er að stuðla að þessu! What have I become! Nei, nei, aumingja krakkarnir þurfa nú að fá sinn bjór eins og aðrir. Það eru nú ekki nema fjögur ár þar til þau mega fara í ríkið!
Til hamingju Jóhann með ákvörðun þína með heimspekina. Lýst bara nokkuð vel á þetta hjá þér. Kanski að maður kíki bara með þér í sálfræði og heimspeki. Hljómar allavega ágætlega! C til.

Rauður hefur mælt.

föstudagur, nóvember 01, 2002

Hellúú. Ég ákvað að búa til mitt eigið blogg just 4 the fun of it! Gaman að þessu. Ætla að reyna að samtvinna þetta eitthvað við heimasíðuna mína og uppfæra reglulega (yeah right!). En hver veit, kanski býr í mér lítill athafnamaður sem langar að láta listræna útrás sína blómstra hér á þessari forlátu síðu. Sem verður uppfull af flash dóti áður en langt um líður! Sjáðu bara til!
Kveðja, Maggi.